Ofurmaraþon á afmælisdeginum Rikka skrifar 10. júní 2015 11:00 Árið 2008 var Halldóra Gyða Matthíasdóttir tuttugu kílóum þyngri en hún er í dag. Þar sem að hún var nýbyrjuð að vinna í Íslandsbanka var hún kvött af samstarfsmönnum til að taka þátt í hálfmaraþoni sem bankinn stóð fyrir. Hún segist hafa átta sig á því eftir hlaupið í hversu slæmu formi hún væri og ákvað að breyta um lífstíl í kjölfarið. Núna átta árum seinna er Halldóra Gyða í besta formi lífs síns og er hvergi nærri hætt. Á afmælisdegi sínum, þann 20.júní næstkomandi, kemur hún til með að taka þátt í Mt.Esja Ultra maraþoninu en þar ætlar hún að hlaupa ellefu sinnum upp og niður Esjuna á innan við átján klukkutímum. Í haust kemur hún svo til með að hlaupa hundrað kílómetra utanvegar í Mont Blanc Ultra Trail og endar svo á þriðja markmiðinu í október en þá stendur til að taka þátt í Ironman í Flórida ásamt sex öðrum íslenskum konum. Hægt er að fylgjast með þessari ofukonu og fá innblástur á heimasíðu hennar hér. Heilsa Heilsa video Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist
Árið 2008 var Halldóra Gyða Matthíasdóttir tuttugu kílóum þyngri en hún er í dag. Þar sem að hún var nýbyrjuð að vinna í Íslandsbanka var hún kvött af samstarfsmönnum til að taka þátt í hálfmaraþoni sem bankinn stóð fyrir. Hún segist hafa átta sig á því eftir hlaupið í hversu slæmu formi hún væri og ákvað að breyta um lífstíl í kjölfarið. Núna átta árum seinna er Halldóra Gyða í besta formi lífs síns og er hvergi nærri hætt. Á afmælisdegi sínum, þann 20.júní næstkomandi, kemur hún til með að taka þátt í Mt.Esja Ultra maraþoninu en þar ætlar hún að hlaupa ellefu sinnum upp og niður Esjuna á innan við átján klukkutímum. Í haust kemur hún svo til með að hlaupa hundrað kílómetra utanvegar í Mont Blanc Ultra Trail og endar svo á þriðja markmiðinu í október en þá stendur til að taka þátt í Ironman í Flórida ásamt sex öðrum íslenskum konum. Hægt er að fylgjast með þessari ofukonu og fá innblástur á heimasíðu hennar hér.
Heilsa Heilsa video Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist