KR náði í stig á Selfossi og Berglind afgreiddi Aftureldingu | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2015 21:17 Eva Núra Abrahamsdóttir með boltann í Árbænum í kvöld. Elín Svavarsdóttir sækir að henni. Vísir/Ernir Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik og Fylkir unnu sína leiki og KR-konur náðu í stig á Selfossi.Selfoss klikkaði á víti og fullt af dauðafærum og varð að sætta sig við tvö töpuð stig í 1-1 jafntefli á heimavelli á móti nýliðum KR. KR vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð og nú sóttu KR-stelpur óvænt stig á Selfoss. KR-konur voru yfir í 57 mínútur í leiknum. Selfossliðið vann sex leiki í röð í deild og bikar en hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, klikkað á víti í upphafi leiks og Hulda Ósk Jónsdóttir kom KR síðan í 1-0 á 20. mínútu. Þannig var staðan fram á 77. mínútu þrátt fyrir stórsókn heimastúlkna. Magdalena Anna Reimus jafnaði þá metin eftir sendingu frá Donnu Kay Henry. Það urðu lokatölur leiksins.Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Fylki í 4-0 sigri á Aftureldingu en þetta var fyrsti sigur Fylkiskvenna síðan í fyrstu umferðinni í maí þegar liðið vann Selfoss. Berglind Björg skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en staðan var 1-0 í hálfleik.Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. Fanndís Friðriksdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði fyrra markið úr víti og lagði síðan upp það síðara fyrir félaga sinn Telmu Hjaltalín Þrastardóttur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Þetta er fimmti deildarsigur Blika í röð og þær eru nú með sjö stiga forskot á toppnum en Stjarnan og Selfoss geta minnkað það í leikjum sínum í þessari umferð.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Breiðablik - Þór/KA 2-0 1-0 Fanndís Friðriksdóttir, víti (19.), 2-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (40.)Fylkir - Afturelding 4-0 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (69.), 3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (74.), 4-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (83.)Selfoss - KR 1-1 0-1 Hulda Ósk Jónsdóttir (20.), 1-1 Magdalena Anna Reimus (77.). Upplýsingar um markaskorara í leikjum kvöldsins eru fengnar frá fótbolti.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 2-0 | Fimmti sigur Blikastelpna í röð Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. 29. júní 2015 14:06 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik og Fylkir unnu sína leiki og KR-konur náðu í stig á Selfossi.Selfoss klikkaði á víti og fullt af dauðafærum og varð að sætta sig við tvö töpuð stig í 1-1 jafntefli á heimavelli á móti nýliðum KR. KR vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð og nú sóttu KR-stelpur óvænt stig á Selfoss. KR-konur voru yfir í 57 mínútur í leiknum. Selfossliðið vann sex leiki í röð í deild og bikar en hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, klikkað á víti í upphafi leiks og Hulda Ósk Jónsdóttir kom KR síðan í 1-0 á 20. mínútu. Þannig var staðan fram á 77. mínútu þrátt fyrir stórsókn heimastúlkna. Magdalena Anna Reimus jafnaði þá metin eftir sendingu frá Donnu Kay Henry. Það urðu lokatölur leiksins.Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Fylki í 4-0 sigri á Aftureldingu en þetta var fyrsti sigur Fylkiskvenna síðan í fyrstu umferðinni í maí þegar liðið vann Selfoss. Berglind Björg skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en staðan var 1-0 í hálfleik.Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. Fanndís Friðriksdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði fyrra markið úr víti og lagði síðan upp það síðara fyrir félaga sinn Telmu Hjaltalín Þrastardóttur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Þetta er fimmti deildarsigur Blika í röð og þær eru nú með sjö stiga forskot á toppnum en Stjarnan og Selfoss geta minnkað það í leikjum sínum í þessari umferð.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Breiðablik - Þór/KA 2-0 1-0 Fanndís Friðriksdóttir, víti (19.), 2-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (40.)Fylkir - Afturelding 4-0 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (69.), 3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (74.), 4-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (83.)Selfoss - KR 1-1 0-1 Hulda Ósk Jónsdóttir (20.), 1-1 Magdalena Anna Reimus (77.). Upplýsingar um markaskorara í leikjum kvöldsins eru fengnar frá fótbolti.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 2-0 | Fimmti sigur Blikastelpna í röð Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. 29. júní 2015 14:06 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 2-0 | Fimmti sigur Blikastelpna í röð Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. 29. júní 2015 14:06