Bubba hlustar ekki á ráð frá áhorfendum Kári Örn Hinriksson skrifar 29. júní 2015 23:30 Bubba Watson er litríkur persónuleiki. Getty Bubba Watson er ekki þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum en hann hefur oftar átt í beittum orðaskiptum við áhorfendur á stórum golfmótum þegar illa gengur. Þá er hann ekki í miklum metum hjá meðspilurum sínum á PGA-mótaröðinni en hann var valinn óvinsælasti kylfingurinn í nafnlausri könnun sem ESPN gerði á dögunum. Watson vann sér þó inn nokkur stig hjá áhorfendum í gær en á lokahring Travelers mótsins endaði teighögg hans mjög nálægt stjóru tréi sem virtist vera í beinni skotlínu að flagginu. Hann átti rúmlega 100 metra eftir inn á flöt en einn áhorfandi nálægt Watson stakk upp á því að hann tæki fjögur járn til þess að slá undir tréð, sem þessi tvöfaldi Masters sigurvegari tók ekki í mál. Hann ákvað frekar að taka fleygjárn og þruma boltanum yfir tréð en höggið endaði á ótrúlegan hátt aðeins rúmlega meter frá holunni. Watson sneri sér því næst að áhorfandandanum og þakkaði honum fyrir hræðilegt ráð, sem fór vel í viðstadda sem fóru margir að skellihlæja.Myndband af þessu skemmtilega atviki má sjá hér en Watson endaði á því að sigra mótið eftir bráðabana við Englendinginn Paul Casey. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bubba Watson er ekki þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum en hann hefur oftar átt í beittum orðaskiptum við áhorfendur á stórum golfmótum þegar illa gengur. Þá er hann ekki í miklum metum hjá meðspilurum sínum á PGA-mótaröðinni en hann var valinn óvinsælasti kylfingurinn í nafnlausri könnun sem ESPN gerði á dögunum. Watson vann sér þó inn nokkur stig hjá áhorfendum í gær en á lokahring Travelers mótsins endaði teighögg hans mjög nálægt stjóru tréi sem virtist vera í beinni skotlínu að flagginu. Hann átti rúmlega 100 metra eftir inn á flöt en einn áhorfandi nálægt Watson stakk upp á því að hann tæki fjögur járn til þess að slá undir tréð, sem þessi tvöfaldi Masters sigurvegari tók ekki í mál. Hann ákvað frekar að taka fleygjárn og þruma boltanum yfir tréð en höggið endaði á ótrúlegan hátt aðeins rúmlega meter frá holunni. Watson sneri sér því næst að áhorfandandanum og þakkaði honum fyrir hræðilegt ráð, sem fór vel í viðstadda sem fóru margir að skellihlæja.Myndband af þessu skemmtilega atviki má sjá hér en Watson endaði á því að sigra mótið eftir bráðabana við Englendinginn Paul Casey.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira