Matur

Bragðbættu vatnið!

sigga dögg skrifar
Vísir/Getty

Nú þegar sólin skín og vissara er að halda sér vel vökvuðum er ekki úr vegi að nýta góða vatnið og setja í sparibúninginn með vel völdum ávöxtum.

Nánast hvaða ávöxt má setja sem bragðbætir útí vatn en í þessari uppskrift, sem er fengin frá Jamie Oliver, er gengið skrefinu lengra þar sem sannkallaður ávaxtakotkeill er í þessu glasi og er kjörin jafnt fyrir fullorðna og börn.

Í þennan drykk má einnig nota sódavatn.

Hráefni

Ferska sítrónu eða súraldin (lime)

1 appelsína

1 lúka af jarðaberjum eða hindberjum

1 lúka af ferskri myntu

gúrka

Aðferð

1. Settu nokkrar sneiðar af sítrónu/lime útí könnu af vatni.

2. Skerðu appelsínu í fernt, kreistu safann úr 1 bát í vatnið og settu rest útí

3. Stappaðu með gaffli jarðaber eða hindber og settu útí 

4. Kreistu myntu í höndunum til að virkja bragðið af henni og settu úí könnuna ásamt smá skvettu af sítrónusafa

5. Svo má bæta við nokkrum sneiðum af gúrku, bara til að bæta nýrri vídd í bragðlaukana




Tengdar fréttir

Eldrautt og bráðhollt

Meinhollir þeytingar úr íslensku grænmeti sem bæta og kæta heilsuna.

Töfrandi hressingadrykkur

Þessi töfrandi hressingardrykkur er fullkomið millimál eða hressing hvenær sem er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.