Samkeppni sparisjóðanna ekki mikil í stóra samhenginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2015 14:22 Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson. vísir/vilhelm Össur Skarphéðinsson vakti á ný athygli á málefnum Sparisjóðanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og virtust þeir deila svipuðum skoðunum. Fyrir tveimur dögum vakti Össur máls á því sama fyrir tveimur dögum undir liðnum störf þingsins en þá tók Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, undir orð hans.Sjá einnig: Gagnrýna yfirtöku bankanna: „Það setur að mér hroll“ „Ég hef verið fullvissaður um það að hæstv. ríkisstjórn vinni að því ötullega að endurreisa sparisjóðina og sjá til þess að þeir verði áfram virkt afl á fjármálamarkaði. Nú hefur það hins vegar gerst að þrír sparisjóðir hafa verið hramsaðir upp og sporðrenndir af þremur viðskiptabönkum,“ sagði Össur. Þingmaðurinn bætti því við að ríkissjóður sæi þar á eftir mikilvægri eign sem hann á í sparisjóðunum, í það minnsta myndi hún verðfalla. Mikilvægt liðsinni byggðarlaga úti á landi hyrfu einnig á braut og að verknaðurinn myndi herða snöruna enn frekar að hálsi neytenda. Sparisjóðirnir hefðu getað orðið eina mótvægið við vaxtastefnu stóru bankanna.Ekki hægt að óska eftir sjálfstæði og inngripum á sama tíma „Bankasýslan fer með eignarhaldið og Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með starfseminni. Því miður hafa þessar einingar ekki náð sér á strik,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann bætti við að samkeppni sparisjóðanna væri hins vegar ekki mikil í stóra samhenginu. Uppsafnað eigin fé þeirra sé á bilinu fjórir til fimm milljarðar en eigið fé Landsbankans eins er um 250 milljarðar. „Það er ekki bæði hægt að halda því fram að ég sé með breytingum á Bankasýslunni að reyna að sölsa undir mig Bankasýsluna, sem megi alls ekki gerast, og segja í hinu orðinu: Bjarni, þú áttir að gera eitthvað og grípa í taumana eins og þú réðir yfir Bankasýslunni og hlut okkar í sparisjóðunum,” sagði Bjarni. Slíkt gengi einfaldlega ekki. Alþingi Tengdar fréttir Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00 Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Össur Skarphéðinsson vakti á ný athygli á málefnum Sparisjóðanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og virtust þeir deila svipuðum skoðunum. Fyrir tveimur dögum vakti Össur máls á því sama fyrir tveimur dögum undir liðnum störf þingsins en þá tók Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, undir orð hans.Sjá einnig: Gagnrýna yfirtöku bankanna: „Það setur að mér hroll“ „Ég hef verið fullvissaður um það að hæstv. ríkisstjórn vinni að því ötullega að endurreisa sparisjóðina og sjá til þess að þeir verði áfram virkt afl á fjármálamarkaði. Nú hefur það hins vegar gerst að þrír sparisjóðir hafa verið hramsaðir upp og sporðrenndir af þremur viðskiptabönkum,“ sagði Össur. Þingmaðurinn bætti því við að ríkissjóður sæi þar á eftir mikilvægri eign sem hann á í sparisjóðunum, í það minnsta myndi hún verðfalla. Mikilvægt liðsinni byggðarlaga úti á landi hyrfu einnig á braut og að verknaðurinn myndi herða snöruna enn frekar að hálsi neytenda. Sparisjóðirnir hefðu getað orðið eina mótvægið við vaxtastefnu stóru bankanna.Ekki hægt að óska eftir sjálfstæði og inngripum á sama tíma „Bankasýslan fer með eignarhaldið og Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með starfseminni. Því miður hafa þessar einingar ekki náð sér á strik,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann bætti við að samkeppni sparisjóðanna væri hins vegar ekki mikil í stóra samhenginu. Uppsafnað eigin fé þeirra sé á bilinu fjórir til fimm milljarðar en eigið fé Landsbankans eins er um 250 milljarðar. „Það er ekki bæði hægt að halda því fram að ég sé með breytingum á Bankasýslunni að reyna að sölsa undir mig Bankasýsluna, sem megi alls ekki gerast, og segja í hinu orðinu: Bjarni, þú áttir að gera eitthvað og grípa í taumana eins og þú réðir yfir Bankasýslunni og hlut okkar í sparisjóðunum,” sagði Bjarni. Slíkt gengi einfaldlega ekki.
Alþingi Tengdar fréttir Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00 Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45
Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51
Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00
Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30