Geimverurnar mæta bálillar til baka í framhaldi Independence day Birgir Olgeirsson skrifar 24. júní 2015 00:02 Hvíta húsið í Bandaríkjunum fékk að finna fyrir því í fyrri myndinni. Vísir/Imdb.com Risaeðlukvikmynd er stærsta mynd ársins, ný mynd um Tortímandann á leiðinni og X-Files þáttaröð í bígerð. Þetta hljómar allt mjög kunnuglega og voru þessari sögur sagðar tíunda áratug síðustu aldar sem er að sjálfsögðu löngu liðinn. Það sér þó ekki fyrir endann á fortíðarþrá bandarískra kvikmyndagerðarmanna enda mala endurgerðir þessara risamynda frá tíunda áratugnum gull í miðasölu kvikmyndahúsa og nú er ein slík risaendurgerð á leiðinni. Það er framhaldsmynd Independence Day, stærstu myndar ársins 1996, sem hefur fengið nafnið Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í júní á næsta ári en nú þegar er komin lýsing á söguþræði myndarinnar.Lesendum, sem vilja ekkert vita um þessa mynd áður en hún kemur í kvikmyndahús á næsta ári, er bent á að láta staðar numið og lesa ekki lengra því næsta málsgrein mun gefa ýmislegt upp um söguþráðinn, en þó alls ekki söguna alla.Jeff Goldblum mætir aftur í framhaldsmyndinni en ekki Will Smith.„Við vissum alltaf að þær kæmu aftur,“ segir í lýsingunni en framhaldsmyndin er sögð bjóða upp á mikið sjónarspila á áður óþekktum skala. Með aðstoð framandi tækni, sem mannfólkið komst yfir eftir átökin við geimverurnar í fyrri myndinni, hafa þjóðir heimsins myndað ógnarsterkt varnarbandalag til að verja jörðina fyrir innrás. „En ekkert gat undirbúið okkur fyrir styrk þróaðs herafla geimveranna. Aðeins hugvit hugrakkra karla og kvenna getur bjargað plánetunni okkar í þetta skiptið.“ Margir þeirra sem léku í fyrri myndinni snúa aftur. Þar á meðal Jeff Goldblum, Bill Pullman, Vivica A. Fox og Judd Hirsch en nafn leikarans Will Smith er ekki að finna á síðu myndarinnar á vef IMdB.com. Smith hafði áður verið spenntur fyrir að leika í myndinni en eftir að myndin After Earth kom út árið 2013 dvínaði áhugi leikarans á vísindaskáldskap. Roland Emmerich, leikstjóri fyrri myndarinnar og framhaldsmyndarinnar, sagðist hafa verið í samningaviðræðum við Smith. Emmerich hafði hugsað sér að láta myndina fjalla um samskipti persónu Smith úr fyrri myndinni við son sinn. After Earth var einmitt „feðgamynd“ sem gekk ekki vel og sagðist Smith vera kominn með nóg af framhaldsmyndum. Tengdar fréttir Hann kemur aftur í júlí Nýjasta stiklan af Terminator Genisys komin fram. 13. apríl 2015 17:33 Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23 Mulder og Scully snúa aftur í nýjum X-Files þáttum Framleiðslan hefst í sumar. 24. mars 2015 16:59 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Risaeðlukvikmynd er stærsta mynd ársins, ný mynd um Tortímandann á leiðinni og X-Files þáttaröð í bígerð. Þetta hljómar allt mjög kunnuglega og voru þessari sögur sagðar tíunda áratug síðustu aldar sem er að sjálfsögðu löngu liðinn. Það sér þó ekki fyrir endann á fortíðarþrá bandarískra kvikmyndagerðarmanna enda mala endurgerðir þessara risamynda frá tíunda áratugnum gull í miðasölu kvikmyndahúsa og nú er ein slík risaendurgerð á leiðinni. Það er framhaldsmynd Independence Day, stærstu myndar ársins 1996, sem hefur fengið nafnið Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í júní á næsta ári en nú þegar er komin lýsing á söguþræði myndarinnar.Lesendum, sem vilja ekkert vita um þessa mynd áður en hún kemur í kvikmyndahús á næsta ári, er bent á að láta staðar numið og lesa ekki lengra því næsta málsgrein mun gefa ýmislegt upp um söguþráðinn, en þó alls ekki söguna alla.Jeff Goldblum mætir aftur í framhaldsmyndinni en ekki Will Smith.„Við vissum alltaf að þær kæmu aftur,“ segir í lýsingunni en framhaldsmyndin er sögð bjóða upp á mikið sjónarspila á áður óþekktum skala. Með aðstoð framandi tækni, sem mannfólkið komst yfir eftir átökin við geimverurnar í fyrri myndinni, hafa þjóðir heimsins myndað ógnarsterkt varnarbandalag til að verja jörðina fyrir innrás. „En ekkert gat undirbúið okkur fyrir styrk þróaðs herafla geimveranna. Aðeins hugvit hugrakkra karla og kvenna getur bjargað plánetunni okkar í þetta skiptið.“ Margir þeirra sem léku í fyrri myndinni snúa aftur. Þar á meðal Jeff Goldblum, Bill Pullman, Vivica A. Fox og Judd Hirsch en nafn leikarans Will Smith er ekki að finna á síðu myndarinnar á vef IMdB.com. Smith hafði áður verið spenntur fyrir að leika í myndinni en eftir að myndin After Earth kom út árið 2013 dvínaði áhugi leikarans á vísindaskáldskap. Roland Emmerich, leikstjóri fyrri myndarinnar og framhaldsmyndarinnar, sagðist hafa verið í samningaviðræðum við Smith. Emmerich hafði hugsað sér að láta myndina fjalla um samskipti persónu Smith úr fyrri myndinni við son sinn. After Earth var einmitt „feðgamynd“ sem gekk ekki vel og sagðist Smith vera kominn með nóg af framhaldsmyndum.
Tengdar fréttir Hann kemur aftur í júlí Nýjasta stiklan af Terminator Genisys komin fram. 13. apríl 2015 17:33 Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23 Mulder og Scully snúa aftur í nýjum X-Files þáttum Framleiðslan hefst í sumar. 24. mars 2015 16:59 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23