Geimverurnar mæta bálillar til baka í framhaldi Independence day Birgir Olgeirsson skrifar 24. júní 2015 00:02 Hvíta húsið í Bandaríkjunum fékk að finna fyrir því í fyrri myndinni. Vísir/Imdb.com Risaeðlukvikmynd er stærsta mynd ársins, ný mynd um Tortímandann á leiðinni og X-Files þáttaröð í bígerð. Þetta hljómar allt mjög kunnuglega og voru þessari sögur sagðar tíunda áratug síðustu aldar sem er að sjálfsögðu löngu liðinn. Það sér þó ekki fyrir endann á fortíðarþrá bandarískra kvikmyndagerðarmanna enda mala endurgerðir þessara risamynda frá tíunda áratugnum gull í miðasölu kvikmyndahúsa og nú er ein slík risaendurgerð á leiðinni. Það er framhaldsmynd Independence Day, stærstu myndar ársins 1996, sem hefur fengið nafnið Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í júní á næsta ári en nú þegar er komin lýsing á söguþræði myndarinnar.Lesendum, sem vilja ekkert vita um þessa mynd áður en hún kemur í kvikmyndahús á næsta ári, er bent á að láta staðar numið og lesa ekki lengra því næsta málsgrein mun gefa ýmislegt upp um söguþráðinn, en þó alls ekki söguna alla.Jeff Goldblum mætir aftur í framhaldsmyndinni en ekki Will Smith.„Við vissum alltaf að þær kæmu aftur,“ segir í lýsingunni en framhaldsmyndin er sögð bjóða upp á mikið sjónarspila á áður óþekktum skala. Með aðstoð framandi tækni, sem mannfólkið komst yfir eftir átökin við geimverurnar í fyrri myndinni, hafa þjóðir heimsins myndað ógnarsterkt varnarbandalag til að verja jörðina fyrir innrás. „En ekkert gat undirbúið okkur fyrir styrk þróaðs herafla geimveranna. Aðeins hugvit hugrakkra karla og kvenna getur bjargað plánetunni okkar í þetta skiptið.“ Margir þeirra sem léku í fyrri myndinni snúa aftur. Þar á meðal Jeff Goldblum, Bill Pullman, Vivica A. Fox og Judd Hirsch en nafn leikarans Will Smith er ekki að finna á síðu myndarinnar á vef IMdB.com. Smith hafði áður verið spenntur fyrir að leika í myndinni en eftir að myndin After Earth kom út árið 2013 dvínaði áhugi leikarans á vísindaskáldskap. Roland Emmerich, leikstjóri fyrri myndarinnar og framhaldsmyndarinnar, sagðist hafa verið í samningaviðræðum við Smith. Emmerich hafði hugsað sér að láta myndina fjalla um samskipti persónu Smith úr fyrri myndinni við son sinn. After Earth var einmitt „feðgamynd“ sem gekk ekki vel og sagðist Smith vera kominn með nóg af framhaldsmyndum. Tengdar fréttir Hann kemur aftur í júlí Nýjasta stiklan af Terminator Genisys komin fram. 13. apríl 2015 17:33 Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23 Mulder og Scully snúa aftur í nýjum X-Files þáttum Framleiðslan hefst í sumar. 24. mars 2015 16:59 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Risaeðlukvikmynd er stærsta mynd ársins, ný mynd um Tortímandann á leiðinni og X-Files þáttaröð í bígerð. Þetta hljómar allt mjög kunnuglega og voru þessari sögur sagðar tíunda áratug síðustu aldar sem er að sjálfsögðu löngu liðinn. Það sér þó ekki fyrir endann á fortíðarþrá bandarískra kvikmyndagerðarmanna enda mala endurgerðir þessara risamynda frá tíunda áratugnum gull í miðasölu kvikmyndahúsa og nú er ein slík risaendurgerð á leiðinni. Það er framhaldsmynd Independence Day, stærstu myndar ársins 1996, sem hefur fengið nafnið Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í júní á næsta ári en nú þegar er komin lýsing á söguþræði myndarinnar.Lesendum, sem vilja ekkert vita um þessa mynd áður en hún kemur í kvikmyndahús á næsta ári, er bent á að láta staðar numið og lesa ekki lengra því næsta málsgrein mun gefa ýmislegt upp um söguþráðinn, en þó alls ekki söguna alla.Jeff Goldblum mætir aftur í framhaldsmyndinni en ekki Will Smith.„Við vissum alltaf að þær kæmu aftur,“ segir í lýsingunni en framhaldsmyndin er sögð bjóða upp á mikið sjónarspila á áður óþekktum skala. Með aðstoð framandi tækni, sem mannfólkið komst yfir eftir átökin við geimverurnar í fyrri myndinni, hafa þjóðir heimsins myndað ógnarsterkt varnarbandalag til að verja jörðina fyrir innrás. „En ekkert gat undirbúið okkur fyrir styrk þróaðs herafla geimveranna. Aðeins hugvit hugrakkra karla og kvenna getur bjargað plánetunni okkar í þetta skiptið.“ Margir þeirra sem léku í fyrri myndinni snúa aftur. Þar á meðal Jeff Goldblum, Bill Pullman, Vivica A. Fox og Judd Hirsch en nafn leikarans Will Smith er ekki að finna á síðu myndarinnar á vef IMdB.com. Smith hafði áður verið spenntur fyrir að leika í myndinni en eftir að myndin After Earth kom út árið 2013 dvínaði áhugi leikarans á vísindaskáldskap. Roland Emmerich, leikstjóri fyrri myndarinnar og framhaldsmyndarinnar, sagðist hafa verið í samningaviðræðum við Smith. Emmerich hafði hugsað sér að láta myndina fjalla um samskipti persónu Smith úr fyrri myndinni við son sinn. After Earth var einmitt „feðgamynd“ sem gekk ekki vel og sagðist Smith vera kominn með nóg af framhaldsmyndum.
Tengdar fréttir Hann kemur aftur í júlí Nýjasta stiklan af Terminator Genisys komin fram. 13. apríl 2015 17:33 Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23 Mulder og Scully snúa aftur í nýjum X-Files þáttum Framleiðslan hefst í sumar. 24. mars 2015 16:59 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23