Cameron grét þegar hann heyrði Titanic-tónlist Horners Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 22:33 James Horner og James Cameron störfuðu saman að þremur myndum, Aliens, Titanic og Avatar. Vísir/Getty Margir hafa minnst bandaríska kvikmyndatónskáldsins James Horner eftir að hann fórst í flugslysi í gær. Þeirra á meðal er leikstjórinn James Cameron en Horner samdi kvikmyndatónlist fyrir myndirnar Aliens, Titanic og Avatar, sem Cameron leikstýrði.Cameron segir samstarf þeirra hafa byrjað brösuglega en Horner hafði tvíbókað sig þegar kom að því að semja tónlist fyrir Aliens á níunda áratug síðustu aldar. Horner kláraði verkið á einum og hálfum degi og þurfti Cameron og teymi hans að klippa tónlistina við myndina. Leikstjórinn vildi þó vinna aftur með Horner og fékk hann til liðs við sig fyrir kvikmyndina Titanic og gekk það ögn betur í það skiptið. Horner hlaut tvenn Óskarsverðlaun, fyrir bestu kvikmyndatónlistina og fyrir besta frumsamda lagið fyrir kvikmynd, en lagið MyHeartWillGoOn varð eitt það vinsælasta á tíunda áratug síðustu aldar.Cameron var svo hrifin af tónlist Horners fyrir myndina að hann sagðist hafa tárast þegar hann heyrði hana í fyrsta skiptið. Leikstjórinn segir síðustu minningu sína um Horner Titanic-tengda en í apríl síðastliðnum lék sinfóníusveit Royal Albert Hall tónlistina úr Titanic í heild sinni á meðan myndin var sýnd. „Það var tilfinningaþrungin stund og ég er glaður að hún sé síðasta minningin mín um James. Þeir þurftu að texta myndina því talið heyrðist ekki fyrir sveitinni. Ég hugsaði með mér að svona hefði James hugsað sér myndina.“ Tónlist Tengdar fréttir Höfundur My heart will go on talinn látinn Ekki hefur heyrst frá James Horner, sem samdi tónlistina fyrir Titanic, frá því að flugvél hans brotlenti í Kaliforníu. 23. júní 2015 15:26 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Sjá meira
Margir hafa minnst bandaríska kvikmyndatónskáldsins James Horner eftir að hann fórst í flugslysi í gær. Þeirra á meðal er leikstjórinn James Cameron en Horner samdi kvikmyndatónlist fyrir myndirnar Aliens, Titanic og Avatar, sem Cameron leikstýrði.Cameron segir samstarf þeirra hafa byrjað brösuglega en Horner hafði tvíbókað sig þegar kom að því að semja tónlist fyrir Aliens á níunda áratug síðustu aldar. Horner kláraði verkið á einum og hálfum degi og þurfti Cameron og teymi hans að klippa tónlistina við myndina. Leikstjórinn vildi þó vinna aftur með Horner og fékk hann til liðs við sig fyrir kvikmyndina Titanic og gekk það ögn betur í það skiptið. Horner hlaut tvenn Óskarsverðlaun, fyrir bestu kvikmyndatónlistina og fyrir besta frumsamda lagið fyrir kvikmynd, en lagið MyHeartWillGoOn varð eitt það vinsælasta á tíunda áratug síðustu aldar.Cameron var svo hrifin af tónlist Horners fyrir myndina að hann sagðist hafa tárast þegar hann heyrði hana í fyrsta skiptið. Leikstjórinn segir síðustu minningu sína um Horner Titanic-tengda en í apríl síðastliðnum lék sinfóníusveit Royal Albert Hall tónlistina úr Titanic í heild sinni á meðan myndin var sýnd. „Það var tilfinningaþrungin stund og ég er glaður að hún sé síðasta minningin mín um James. Þeir þurftu að texta myndina því talið heyrðist ekki fyrir sveitinni. Ég hugsaði með mér að svona hefði James hugsað sér myndina.“
Tónlist Tengdar fréttir Höfundur My heart will go on talinn látinn Ekki hefur heyrst frá James Horner, sem samdi tónlistina fyrir Titanic, frá því að flugvél hans brotlenti í Kaliforníu. 23. júní 2015 15:26 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Sjá meira
Höfundur My heart will go on talinn látinn Ekki hefur heyrst frá James Horner, sem samdi tónlistina fyrir Titanic, frá því að flugvél hans brotlenti í Kaliforníu. 23. júní 2015 15:26