Fara af stað út í óvissuna: Flóknasta sjónvarpsútsending Íslandssögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júní 2015 16:00 Ívar Guðmundsson, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Gísli Berg, Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir. vísir/andri Marinó „Við erum öll ótrúlega spennt, þetta er verkefni sem byrjaði sem grínhugmynd en þróaðist svo út í þetta,“ segir Gísli Berg, framleiðslustjóri Stöðvar 2. Stöð 2 Sport og Vísir mun sýna frá og fjalla um Wow Cyclothon hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 í kvöld og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark. „Þó svo að við tókum ekki endanlega ákvörðun fyrr en í lok síðustu viku þá hefur allt skipulag gengið mjög vel. Við finnum fyrir miklum áhuga á þessu verkefni og við vonumst til þess að gera verið sem lengst í loftinu.“ Gísli segir að teymið mun fara yfir svæði á landinu þar sem er ekki einu sinni farsímasamband. Sjá einnig: Verða á skjánum í tvo sólarhringa„Þá geri ég ráð fyrir því að við verðum ekki með mynd í hús alla leiðina og munum líklega detta sumstaðar út, það er bara spurning hversu oft og hversu lengi,“ segir Gísli og bætir við að Austurlandið og heiðarnar verði líklegast erfiðastar.“ „Það má segja að við séum með fjögur mismunandi tæknisambönd í hús í gegnum farsímakerfi símafélagana sem við reynum að skipta á milli eftir bestu gæðum hverju sinni og síðan þegar allt bregst þá verðum við með talstöðvasamband sem fer í gegnum Tetrakerfið.“ Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
„Við erum öll ótrúlega spennt, þetta er verkefni sem byrjaði sem grínhugmynd en þróaðist svo út í þetta,“ segir Gísli Berg, framleiðslustjóri Stöðvar 2. Stöð 2 Sport og Vísir mun sýna frá og fjalla um Wow Cyclothon hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 í kvöld og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark. „Þó svo að við tókum ekki endanlega ákvörðun fyrr en í lok síðustu viku þá hefur allt skipulag gengið mjög vel. Við finnum fyrir miklum áhuga á þessu verkefni og við vonumst til þess að gera verið sem lengst í loftinu.“ Gísli segir að teymið mun fara yfir svæði á landinu þar sem er ekki einu sinni farsímasamband. Sjá einnig: Verða á skjánum í tvo sólarhringa„Þá geri ég ráð fyrir því að við verðum ekki með mynd í hús alla leiðina og munum líklega detta sumstaðar út, það er bara spurning hversu oft og hversu lengi,“ segir Gísli og bætir við að Austurlandið og heiðarnar verði líklegast erfiðastar.“ „Það má segja að við séum með fjögur mismunandi tæknisambönd í hús í gegnum farsímakerfi símafélagana sem við reynum að skipta á milli eftir bestu gæðum hverju sinni og síðan þegar allt bregst þá verðum við með talstöðvasamband sem fer í gegnum Tetrakerfið.“
Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira