Bestu kylfingar heims ekki sáttir við bandaríska golfsambandið eftir US Open 22. júní 2015 22:45 Ian Poulter var ekki sáttur um helgina. Getty Englendingurinn Ian Poulter er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en hann lætur bandaríska golfsambandið heyra það í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Mikið hefur verið rætt um ástanda flatanna á Chambers Bay vellinum þar sem US Open fór fram um helgina en Jordan Spieth sigraði á mótinu eftir æsispennandi lokahring.Poulter birtir mynd af flöt á Chambers Bay í færslunni sem er afar löng en þar biður hann um afsökunarbeiðni frá bandaríska golfsambandinu vegna þess hversu hræðilegar flatirnar í mótinu voru. „Ég er ekki að reyna að vera bitur og ég tek það fram að golfvöllurinn var í fínu standi en ef þetta hefði verið venjulegt mót á PGA-mótaröðinni þá hefðu margir þátttakendur pakkað saman á miðvikudeginum og hætt við að spila og farið heim. Flatirnar voru svo slæmar að ég hef ekki séð annað eins á öllum mínum keppnisferli. Bandaríska golfsambandið ætti að skammast sín fyrir hvað þeir gerðu um helgina.“ Margir þátttakendur í mótinu hafa tekið undir með Poulter og gagnrýnt flatirnar, meðal annars Billy Horschel, Chris Kirk, Camilo Villegas, Henrik Stenson, Sergio Garcia og Rory McIlroy en stærsta gagnrýnin kom frá goðsögninni Gary Player sem fór hamförum í sjónvarpsviðtali hjá Golf Channel og sakaði bandaríska golfsambandið hreinlega um að skemma mótið. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Englendingurinn Ian Poulter er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en hann lætur bandaríska golfsambandið heyra það í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Mikið hefur verið rætt um ástanda flatanna á Chambers Bay vellinum þar sem US Open fór fram um helgina en Jordan Spieth sigraði á mótinu eftir æsispennandi lokahring.Poulter birtir mynd af flöt á Chambers Bay í færslunni sem er afar löng en þar biður hann um afsökunarbeiðni frá bandaríska golfsambandinu vegna þess hversu hræðilegar flatirnar í mótinu voru. „Ég er ekki að reyna að vera bitur og ég tek það fram að golfvöllurinn var í fínu standi en ef þetta hefði verið venjulegt mót á PGA-mótaröðinni þá hefðu margir þátttakendur pakkað saman á miðvikudeginum og hætt við að spila og farið heim. Flatirnar voru svo slæmar að ég hef ekki séð annað eins á öllum mínum keppnisferli. Bandaríska golfsambandið ætti að skammast sín fyrir hvað þeir gerðu um helgina.“ Margir þátttakendur í mótinu hafa tekið undir með Poulter og gagnrýnt flatirnar, meðal annars Billy Horschel, Chris Kirk, Camilo Villegas, Henrik Stenson, Sergio Garcia og Rory McIlroy en stærsta gagnrýnin kom frá goðsögninni Gary Player sem fór hamförum í sjónvarpsviðtali hjá Golf Channel og sakaði bandaríska golfsambandið hreinlega um að skemma mótið.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira