Heimir: Pirrar mig þegar sérfræðingar eins og Hjörvar tjá sig á Twitter Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2015 17:15 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var í viðtali í Akraborginni á X977 í dag þar sem hann fór yfir stórleikinn í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Kassim Doumbia, miðvörður FH, tryggði FH jafntefli með marki í uppbótartíma, en Blikar höfðu komist yfir með marki Arnþórs Ara Atlasonar. Heimir hló, aðspurður hvort Arnar Grétarsson hefði snúið á hann í leiknum, og játaði sig sigraðan þar sem alltaf væri búið að lesa FH-liðið ef það tapaði leik. Hann sagðist ekkert pirraður yfir umræðunni um FH-liðið í heild sinni, en Heimir er pirraður yfir umræðunni sem skapaðist um fagn Doumbia. Miðvörðurinn hljóp að myndavél Stöðvar 2 Sports og öskraði: „Fuck off“. Framkvæmdastjóri KSÍ mun skoða atvikið betur. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna, vakti fyrstur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi og hann er ekki ofarlega á vinsældarlista Heimis í dag.Kassim Doumbia.vísir/andri marinó„Ég ætla reyndar að viðurkenna það, að ég er pirraður yfir mönnum sem eiga að vera sérfræðingar eins og Hjörvar Hafliðason sem veit nú ekki mikið um þessa íþrótt,“ sagði Heimir. „Það fer í taugarnar á mér þegar hann er að tjá sig á Twitter um eitt og annað og um leikina.“ „Eins og með Kassim í gærkvöldi. Menn sem gera sig út sem einhverja sérfræðinga og eru að tala um þetta í sjónvarpi eiga ekki að vera að tjá sig um þessa hluti á Twitter og láta frá sér hluti eins og voru gerðir í gærkvöldi.“ „Þetta er bara stormur í tebolla. Ef að Kassim Doumbia talaði íslensku og hefði sagt djöfullinn eða andskotinn þá hefði enginn sagt neitt.“ „Við erum með kynslóð af ungu fólki sem horfir á tónlistarmyndbönd og annað þar sem þessi orð koma alltaf fram.“ „Því finnst mér þegar menn eru að gera sig út sem sérfræðinga í einhverjum hlutum eiga þeir stundum að hafa vit á því að hafa munninn lokaðan,“ sagði Heimir. Aðspurður hvort Doumbia hefði ekki frekar mátt sleppa því að öskra þessi orð í myndavélina svaraði Heimir: „Hvernig er talað inn á fótboltvelli og á hliðarlínunni? Kassim Doumbia talar ekki íslensku. Hann er, eins og menn vita, mikill tilfinningamaður. Eina sem hann gerði var að sýna tilfinningar fyrir utan að hann var besti maðurinn á vellinum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var í viðtali í Akraborginni á X977 í dag þar sem hann fór yfir stórleikinn í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Kassim Doumbia, miðvörður FH, tryggði FH jafntefli með marki í uppbótartíma, en Blikar höfðu komist yfir með marki Arnþórs Ara Atlasonar. Heimir hló, aðspurður hvort Arnar Grétarsson hefði snúið á hann í leiknum, og játaði sig sigraðan þar sem alltaf væri búið að lesa FH-liðið ef það tapaði leik. Hann sagðist ekkert pirraður yfir umræðunni um FH-liðið í heild sinni, en Heimir er pirraður yfir umræðunni sem skapaðist um fagn Doumbia. Miðvörðurinn hljóp að myndavél Stöðvar 2 Sports og öskraði: „Fuck off“. Framkvæmdastjóri KSÍ mun skoða atvikið betur. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna, vakti fyrstur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi og hann er ekki ofarlega á vinsældarlista Heimis í dag.Kassim Doumbia.vísir/andri marinó„Ég ætla reyndar að viðurkenna það, að ég er pirraður yfir mönnum sem eiga að vera sérfræðingar eins og Hjörvar Hafliðason sem veit nú ekki mikið um þessa íþrótt,“ sagði Heimir. „Það fer í taugarnar á mér þegar hann er að tjá sig á Twitter um eitt og annað og um leikina.“ „Eins og með Kassim í gærkvöldi. Menn sem gera sig út sem einhverja sérfræðinga og eru að tala um þetta í sjónvarpi eiga ekki að vera að tjá sig um þessa hluti á Twitter og láta frá sér hluti eins og voru gerðir í gærkvöldi.“ „Þetta er bara stormur í tebolla. Ef að Kassim Doumbia talaði íslensku og hefði sagt djöfullinn eða andskotinn þá hefði enginn sagt neitt.“ „Við erum með kynslóð af ungu fólki sem horfir á tónlistarmyndbönd og annað þar sem þessi orð koma alltaf fram.“ „Því finnst mér þegar menn eru að gera sig út sem sérfræðinga í einhverjum hlutum eiga þeir stundum að hafa vit á því að hafa munninn lokaðan,“ sagði Heimir. Aðspurður hvort Doumbia hefði ekki frekar mátt sleppa því að öskra þessi orð í myndavélina svaraði Heimir: „Hvernig er talað inn á fótboltvelli og á hliðarlínunni? Kassim Doumbia talar ekki íslensku. Hann er, eins og menn vita, mikill tilfinningamaður. Eina sem hann gerði var að sýna tilfinningar fyrir utan að hann var besti maðurinn á vellinum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira