Heimir: Pirrar mig þegar sérfræðingar eins og Hjörvar tjá sig á Twitter Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2015 17:15 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var í viðtali í Akraborginni á X977 í dag þar sem hann fór yfir stórleikinn í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Kassim Doumbia, miðvörður FH, tryggði FH jafntefli með marki í uppbótartíma, en Blikar höfðu komist yfir með marki Arnþórs Ara Atlasonar. Heimir hló, aðspurður hvort Arnar Grétarsson hefði snúið á hann í leiknum, og játaði sig sigraðan þar sem alltaf væri búið að lesa FH-liðið ef það tapaði leik. Hann sagðist ekkert pirraður yfir umræðunni um FH-liðið í heild sinni, en Heimir er pirraður yfir umræðunni sem skapaðist um fagn Doumbia. Miðvörðurinn hljóp að myndavél Stöðvar 2 Sports og öskraði: „Fuck off“. Framkvæmdastjóri KSÍ mun skoða atvikið betur. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna, vakti fyrstur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi og hann er ekki ofarlega á vinsældarlista Heimis í dag.Kassim Doumbia.vísir/andri marinó„Ég ætla reyndar að viðurkenna það, að ég er pirraður yfir mönnum sem eiga að vera sérfræðingar eins og Hjörvar Hafliðason sem veit nú ekki mikið um þessa íþrótt,“ sagði Heimir. „Það fer í taugarnar á mér þegar hann er að tjá sig á Twitter um eitt og annað og um leikina.“ „Eins og með Kassim í gærkvöldi. Menn sem gera sig út sem einhverja sérfræðinga og eru að tala um þetta í sjónvarpi eiga ekki að vera að tjá sig um þessa hluti á Twitter og láta frá sér hluti eins og voru gerðir í gærkvöldi.“ „Þetta er bara stormur í tebolla. Ef að Kassim Doumbia talaði íslensku og hefði sagt djöfullinn eða andskotinn þá hefði enginn sagt neitt.“ „Við erum með kynslóð af ungu fólki sem horfir á tónlistarmyndbönd og annað þar sem þessi orð koma alltaf fram.“ „Því finnst mér þegar menn eru að gera sig út sem sérfræðinga í einhverjum hlutum eiga þeir stundum að hafa vit á því að hafa munninn lokaðan,“ sagði Heimir. Aðspurður hvort Doumbia hefði ekki frekar mátt sleppa því að öskra þessi orð í myndavélina svaraði Heimir: „Hvernig er talað inn á fótboltvelli og á hliðarlínunni? Kassim Doumbia talar ekki íslensku. Hann er, eins og menn vita, mikill tilfinningamaður. Eina sem hann gerði var að sýna tilfinningar fyrir utan að hann var besti maðurinn á vellinum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var í viðtali í Akraborginni á X977 í dag þar sem hann fór yfir stórleikinn í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Kassim Doumbia, miðvörður FH, tryggði FH jafntefli með marki í uppbótartíma, en Blikar höfðu komist yfir með marki Arnþórs Ara Atlasonar. Heimir hló, aðspurður hvort Arnar Grétarsson hefði snúið á hann í leiknum, og játaði sig sigraðan þar sem alltaf væri búið að lesa FH-liðið ef það tapaði leik. Hann sagðist ekkert pirraður yfir umræðunni um FH-liðið í heild sinni, en Heimir er pirraður yfir umræðunni sem skapaðist um fagn Doumbia. Miðvörðurinn hljóp að myndavél Stöðvar 2 Sports og öskraði: „Fuck off“. Framkvæmdastjóri KSÍ mun skoða atvikið betur. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna, vakti fyrstur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi og hann er ekki ofarlega á vinsældarlista Heimis í dag.Kassim Doumbia.vísir/andri marinó„Ég ætla reyndar að viðurkenna það, að ég er pirraður yfir mönnum sem eiga að vera sérfræðingar eins og Hjörvar Hafliðason sem veit nú ekki mikið um þessa íþrótt,“ sagði Heimir. „Það fer í taugarnar á mér þegar hann er að tjá sig á Twitter um eitt og annað og um leikina.“ „Eins og með Kassim í gærkvöldi. Menn sem gera sig út sem einhverja sérfræðinga og eru að tala um þetta í sjónvarpi eiga ekki að vera að tjá sig um þessa hluti á Twitter og láta frá sér hluti eins og voru gerðir í gærkvöldi.“ „Þetta er bara stormur í tebolla. Ef að Kassim Doumbia talaði íslensku og hefði sagt djöfullinn eða andskotinn þá hefði enginn sagt neitt.“ „Við erum með kynslóð af ungu fólki sem horfir á tónlistarmyndbönd og annað þar sem þessi orð koma alltaf fram.“ „Því finnst mér þegar menn eru að gera sig út sem sérfræðinga í einhverjum hlutum eiga þeir stundum að hafa vit á því að hafa munninn lokaðan,“ sagði Heimir. Aðspurður hvort Doumbia hefði ekki frekar mátt sleppa því að öskra þessi orð í myndavélina svaraði Heimir: „Hvernig er talað inn á fótboltvelli og á hliðarlínunni? Kassim Doumbia talar ekki íslensku. Hann er, eins og menn vita, mikill tilfinningamaður. Eina sem hann gerði var að sýna tilfinningar fyrir utan að hann var besti maðurinn á vellinum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti