Allt í járnum fyrir lokahringinn á Chambers Bay Kári Örn Hinriksson skrifar 21. júní 2015 12:52 Jason Day var augljóslega þjáður á þriðja hring. Getty Það er óhætt að fullyrða að það sé mikil spenna fyrir lokahringinn á US Open en fjórir heimsklassa kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Það eru þeir Brendan Grace, Jason Day, Dustin Johnson og Jordan Spieth en næstu menn eru þremur höggum á eftir efstu mönnum á einu höggi undir pari. Chambers Bay völlurinn hefur reynst þátttakendum mjög erfiður en hraðar flatir, mikill vindur og þykkur kargi hafa gert það að verkum að aðeins átta kylfingar eru undir pari eftir 54 holur. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, rétt náði niðurskurðinum í gær en hann er á fjórum höggum yfir pari og ólíklegur til þess að endurtaka leikinn frá 2011 þar sem hann sigraði US Open með fádæma yfirburðum. Frammistöðu gærdagsins átti samt sem áður Jason Day en hann lék hringinn á 68 höggum eða tveimur undir pari þrátt fyrir að vera sýnilega veikur. Day var sýnilega mjög kvalinn á hringnum en hann skalf, var með hita og þurfti að nota verkjalyf einfaldlega til þess að klára leik en áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar að hann setti niður síðasta púttið á 18. holu. Lokahringirnir á US Open eru þekktir fyrir að vera æsispennandi en veislan hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að það sé mikil spenna fyrir lokahringinn á US Open en fjórir heimsklassa kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Það eru þeir Brendan Grace, Jason Day, Dustin Johnson og Jordan Spieth en næstu menn eru þremur höggum á eftir efstu mönnum á einu höggi undir pari. Chambers Bay völlurinn hefur reynst þátttakendum mjög erfiður en hraðar flatir, mikill vindur og þykkur kargi hafa gert það að verkum að aðeins átta kylfingar eru undir pari eftir 54 holur. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, rétt náði niðurskurðinum í gær en hann er á fjórum höggum yfir pari og ólíklegur til þess að endurtaka leikinn frá 2011 þar sem hann sigraði US Open með fádæma yfirburðum. Frammistöðu gærdagsins átti samt sem áður Jason Day en hann lék hringinn á 68 höggum eða tveimur undir pari þrátt fyrir að vera sýnilega veikur. Day var sýnilega mjög kvalinn á hringnum en hann skalf, var með hita og þurfti að nota verkjalyf einfaldlega til þess að klára leik en áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar að hann setti niður síðasta púttið á 18. holu. Lokahringirnir á US Open eru þekktir fyrir að vera æsispennandi en veislan hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira