Allt í járnum fyrir lokahringinn á Chambers Bay Kári Örn Hinriksson skrifar 21. júní 2015 12:52 Jason Day var augljóslega þjáður á þriðja hring. Getty Það er óhætt að fullyrða að það sé mikil spenna fyrir lokahringinn á US Open en fjórir heimsklassa kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Það eru þeir Brendan Grace, Jason Day, Dustin Johnson og Jordan Spieth en næstu menn eru þremur höggum á eftir efstu mönnum á einu höggi undir pari. Chambers Bay völlurinn hefur reynst þátttakendum mjög erfiður en hraðar flatir, mikill vindur og þykkur kargi hafa gert það að verkum að aðeins átta kylfingar eru undir pari eftir 54 holur. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, rétt náði niðurskurðinum í gær en hann er á fjórum höggum yfir pari og ólíklegur til þess að endurtaka leikinn frá 2011 þar sem hann sigraði US Open með fádæma yfirburðum. Frammistöðu gærdagsins átti samt sem áður Jason Day en hann lék hringinn á 68 höggum eða tveimur undir pari þrátt fyrir að vera sýnilega veikur. Day var sýnilega mjög kvalinn á hringnum en hann skalf, var með hita og þurfti að nota verkjalyf einfaldlega til þess að klára leik en áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar að hann setti niður síðasta púttið á 18. holu. Lokahringirnir á US Open eru þekktir fyrir að vera æsispennandi en veislan hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að það sé mikil spenna fyrir lokahringinn á US Open en fjórir heimsklassa kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Það eru þeir Brendan Grace, Jason Day, Dustin Johnson og Jordan Spieth en næstu menn eru þremur höggum á eftir efstu mönnum á einu höggi undir pari. Chambers Bay völlurinn hefur reynst þátttakendum mjög erfiður en hraðar flatir, mikill vindur og þykkur kargi hafa gert það að verkum að aðeins átta kylfingar eru undir pari eftir 54 holur. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, rétt náði niðurskurðinum í gær en hann er á fjórum höggum yfir pari og ólíklegur til þess að endurtaka leikinn frá 2011 þar sem hann sigraði US Open með fádæma yfirburðum. Frammistöðu gærdagsins átti samt sem áður Jason Day en hann lék hringinn á 68 höggum eða tveimur undir pari þrátt fyrir að vera sýnilega veikur. Day var sýnilega mjög kvalinn á hringnum en hann skalf, var með hita og þurfti að nota verkjalyf einfaldlega til þess að klára leik en áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar að hann setti niður síðasta púttið á 18. holu. Lokahringirnir á US Open eru þekktir fyrir að vera æsispennandi en veislan hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira