Bandarísku ungstirnin í forystu á US Open - Tiger Woods náði nýjum lægðum og er úr leik 20. júní 2015 06:51 Pútterinn var heitur hjá Spieth á öðrum hring. Getty Toppbaráttan á US Open sem fram fer á Chambers Bay vellinum er gríðarlega spennandi en margir af bestu kylfingum heims eru ofarlega á skortöflunni eftir 36 holur. Það þarf engan að undra að tvær stærstu stjörnur bandarísks golfs deili efsta sætinu en það gera þeir Jordan Spieth og Patrick Reed. Þeir eru á fimm höggum undir pari en Branded Grace og Dustin Johnson koma næstir á eftir þeim á fjórum höggum undir pari. Johnson náði mest tveggja högga forystu á öðrum hring en hann endaði hringinn með tveimur skollum. Sigurvegari síðasta árs, Martin Kaymer, náði ekki niðurskurðinum í titilvörninni en hann endaði á sex höggum yfir pari, tveimur höggum verri en besti kylfingur heims, Rory Mcilroy, sem rétt náði í gegn um niðurskurðinn á fjórum höggum yfir pari.Tiger Woods var samur við sig og lék illa á öðrum hring, fékk átta skolla og tvo fugla og endaði hringinn á 76 höggum eða sex yfir pari. Hann lék því hringina tvo á samtals 16 höggum yfir pari en Woods hefur aldrei leikið jafn illa yfir 36 holur á atvinnumannaferlinum. 20 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu og því ættu næstu tveir hringir að verða spennandi en Chambers Bay völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims mjög erfiður hingað til. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Toppbaráttan á US Open sem fram fer á Chambers Bay vellinum er gríðarlega spennandi en margir af bestu kylfingum heims eru ofarlega á skortöflunni eftir 36 holur. Það þarf engan að undra að tvær stærstu stjörnur bandarísks golfs deili efsta sætinu en það gera þeir Jordan Spieth og Patrick Reed. Þeir eru á fimm höggum undir pari en Branded Grace og Dustin Johnson koma næstir á eftir þeim á fjórum höggum undir pari. Johnson náði mest tveggja högga forystu á öðrum hring en hann endaði hringinn með tveimur skollum. Sigurvegari síðasta árs, Martin Kaymer, náði ekki niðurskurðinum í titilvörninni en hann endaði á sex höggum yfir pari, tveimur höggum verri en besti kylfingur heims, Rory Mcilroy, sem rétt náði í gegn um niðurskurðinn á fjórum höggum yfir pari.Tiger Woods var samur við sig og lék illa á öðrum hring, fékk átta skolla og tvo fugla og endaði hringinn á 76 höggum eða sex yfir pari. Hann lék því hringina tvo á samtals 16 höggum yfir pari en Woods hefur aldrei leikið jafn illa yfir 36 holur á atvinnumannaferlinum. 20 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu og því ættu næstu tveir hringir að verða spennandi en Chambers Bay völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims mjög erfiður hingað til.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira