Lögreglumaður dæmdur fyrir að skalla mann og nefbrjóta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2015 16:30 Árásin átti sér stað fyrir utan Hlöllabáta í Keflavík. Vísir/Pjetur 23 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á frívakt sumarið 2013 skallað jafnaldra sinn fyrir utan veitingastaðinn Hlöllabáta í Keflavík. Hann var einn fjögurra sem fengu skilorðsbundna dóma í dag fyrir að hafa ráðist á manninn sem hafði fyrr um kvöldið slegið til eins þeirra í sjoppunni Ungó fyrr um nóttina. Þrír hinna dæmdu eru fæddir árið 1994 en sá fjórði árið 1992 líkt og fórnarlambið. Sá fæddur 1992 var í sumarstarfi hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum þegar árásin átti sér stað. Var honum vikið frá störfum á meðan málið var í rannsókn en hann þáði laun á þeim tíma sem samningur hans náði til að því er DV greindi frá sumarið 2013.Slegist á Ungó fyrr um nóttina Forsaga málsins er sú að fórnarlambið í málinu sló einn hinna dæmdu í Ungó fyrr um nóttina. Var hann sakfelldur fyrir þá árás í aðskildu máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Síðar um nóttina hittust þeir aftur við Hlöllabáta þar sem frekari átök áttu sér stað. Voru tveir þeirra fæddu 1994 dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt manninn í andlitið. Þriðji jafnaldri þeirra hlaut 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa kýlt manninn ítrekað á meðan fórnarlambið hafi staðið með hendur fyrir aftan bak. Lögreglumaðurinn hlaut sömuleiðis 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nefbrotið.Skalli og nefbrot fyrir framan kollegana Athyglisvert er að lögreglumaðurinn skallaði manninn fyrir framan nefið á félögum sínum í lögreglunni eftir að búið var að taka skýrslu af brotaþola. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús og hélt því fram í fyrstu að sjö til tíu menn hefðu ráðist á sig. Hann var undir áhrifum áfengis líkt og hinir dæmdu. Dráttur á útgáfu ákæru, sem gefin var út einu og hálfu ári eftir að brotin áttu sér stað, og hreint sakavottorð hjá þremur mönnunum af fjórum varð til þess að milda refsinguna. Þurftu mennirnir hver um sig að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
23 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á frívakt sumarið 2013 skallað jafnaldra sinn fyrir utan veitingastaðinn Hlöllabáta í Keflavík. Hann var einn fjögurra sem fengu skilorðsbundna dóma í dag fyrir að hafa ráðist á manninn sem hafði fyrr um kvöldið slegið til eins þeirra í sjoppunni Ungó fyrr um nóttina. Þrír hinna dæmdu eru fæddir árið 1994 en sá fjórði árið 1992 líkt og fórnarlambið. Sá fæddur 1992 var í sumarstarfi hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum þegar árásin átti sér stað. Var honum vikið frá störfum á meðan málið var í rannsókn en hann þáði laun á þeim tíma sem samningur hans náði til að því er DV greindi frá sumarið 2013.Slegist á Ungó fyrr um nóttina Forsaga málsins er sú að fórnarlambið í málinu sló einn hinna dæmdu í Ungó fyrr um nóttina. Var hann sakfelldur fyrir þá árás í aðskildu máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Síðar um nóttina hittust þeir aftur við Hlöllabáta þar sem frekari átök áttu sér stað. Voru tveir þeirra fæddu 1994 dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt manninn í andlitið. Þriðji jafnaldri þeirra hlaut 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa kýlt manninn ítrekað á meðan fórnarlambið hafi staðið með hendur fyrir aftan bak. Lögreglumaðurinn hlaut sömuleiðis 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nefbrotið.Skalli og nefbrot fyrir framan kollegana Athyglisvert er að lögreglumaðurinn skallaði manninn fyrir framan nefið á félögum sínum í lögreglunni eftir að búið var að taka skýrslu af brotaþola. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús og hélt því fram í fyrstu að sjö til tíu menn hefðu ráðist á sig. Hann var undir áhrifum áfengis líkt og hinir dæmdu. Dráttur á útgáfu ákæru, sem gefin var út einu og hálfu ári eftir að brotin áttu sér stað, og hreint sakavottorð hjá þremur mönnunum af fjórum varð til þess að milda refsinguna. Þurftu mennirnir hver um sig að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira