Scottie Pippen hafði trú á sjálfum sér sem leikmanni og hún hefur ekkert minnkað með árunum hjá þessum sexfalda NBA-meistara með Chicago Bulls.
Pippen ákvað að blanda sér aðeins í umræðuna um það hvort að LeBron James eiga skilið sæti við borð bestu leikmannanna í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta.
Pippen segir menn eiga að bera LeBron James frekar saman við sig en ólíka leikmenn eins og Michael Jordan eða Magic Johnson.
„Ég var LeBron James áður en það var til LeBron James," sagði Scottie Pippen í viðtali við Chris Haynes hjá Northeast Ohio Media Group.
„Það vilja allir bera Lerbron James saman við þann besta hvort sem það er Michael Jordan eða Magic Johnson en hann en miklu líkari mér," sagði Pippen.
„Það er kannski skiljanlegt að fólk fari hina leiðina en ef að það gefur sér tíma til að skoða hvernig ég spilaði þá er allir fljótir að sjá hvað við eigum svo margt sameiginlegt inn á vellinum," sagði Pippen.
Scottie Pippen og Michael Jordan unnu sex NBA-meistaratitla saman en engan í sitthvoru lagi. Pippen lék í ellefu ár með Chicago Bulls en spilaði einnig fyrir Houston Rockets og Portland Trail Blazers.
Pippen var með 16,1 stig, 6,5 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 1178 leikjum sínum í deildarkeppni NBA. Hann var með 17,5 stig, 7,6 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í 208 leikjum sínum í úrslitakeppninni.
Pippen var með 21,6 stig, 8,9 fráköst, 5,8 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta að meðaltali í leik þegar Chicago Bulls vann fyrsta titilinn sinn 1991.
Króatía
Ísland