Menning

Ragnar í fyrsta sæti í Ástralíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ragnar Jónasson rithöfundur.
Ragnar Jónasson rithöfundur. vísir/stefán
Glæpasagan Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson komst í gær í efsta sæti metsölulista Amazon í Ástralíu yfir rafbækur. Snjóblinda slær þar með við metsölubókunum Grey eftir E.L. James og Konan í lestinni eftir Paulu Hawkins.

 

Í tilkynningu kemur fram að ekki sé vitað til þess að íslensk bók hafi áður náð efsta sæti metsölulista í Ástralíu en Ragnar náði sama árangri  Bretlandi í maí þegar Snjóblinda varð óvænt mest selda rafbókin á Amazon þar í landi.

Snjóblinda kallast Snowblind á ensku og er fyrsta bókin eftir Ragnar sem kemur út á því tungumáli. Önnur bók úr Siglufjarðarsyrpu Ragnars er væntanleg í enskri þýðingu fyrir jólin í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×