Afþreying fyrir börn í sumarfríinu sigga dögg skrifar 1. júlí 2015 16:00 Vísir/Getty Það þarf engum að leiðast í sumar þó stefnan sé ekki tekin á heimsókn til fjarlægra landa. Veðurblíðan hefur leikið um landið og hér eru nokkrir hlutir sem ættu að hafa ofan af börnum á leikskólaaldri nú þegar þau eru í sumarfríi. Flestar þessar uppástungur eiga við óháð staðsetningu á landinu.Hér eru 15 skemmtilegar leiðir til að njóta sumarsins með barni á leikskólaaldri 1. Fara á róló með nesti Börn fá ekki leið á því að heimsækja mismunandi leikskóla og rólóvelli og til að gera það enn meira spennandi er um að gera að kippa með nesti og teppi 2. Fara í fjöruferðBörn elska að busla og þau elska að leita að hlutum. Það má auðveldlega breyta venjulegri fjöruferð í bingó eða fjársjóðsleit þar sem þarf að finna ákveðna hluti í fjörunni og sá sem er fyrstur vinnur. Það má svo veita bónusstig fyrir óvenjulegan fund eins og heilan krabba eða krossfisk 3. Fara á safnBörn hafa mismikla þolinmæði fyrir söfnum en flest söfn eru rúmgóð svo vel er hægt að hlaupa um og oftar en ekki er barnahorn þar sem má skoða allskyns dót og jafnvel teikna mynd eða lesa bók. Bara það að breyta aðeins um umhverfi þegar bók er lesin getur verið mikið ævintýri 4. Fara í sundÞað gefur augaleið að skella sér í sund á sumrin og það getur verið alveg jafn gaman að fara í sund í rigningu sem og sól. Til að krydda upp ferðina má grípa með sér litla vatnsbyssu, sundbolta eða jafnvel bara fötu og skóflu 5. FöndraÞetta er kjörið eftir fjöruferðina og má vel gera óháð veðri því ef það er gott er gaman að föndra úti í garði og ef það er rigning þá má bara gera það inni. Það að teikna, klippa út og líma fjörugóssið er hin mesta skemmtun (þó ekki sé nema bara sandur og örfá skelbrot). Hvað sem er getur orðið að dýrmætu listaverki 6. MálaFlest öll máling fyrir börn næst auðveldlega úr fatnaði og af líkama og fátt er skemmtilegra en að leyfa börnum að mála hendur og fætur og stimpla gras og blöð 7. Versla í matinnLeyfðu barninu að stýra matarinnkaupum eftir lista. Þú lest upp hvað vantar, barnið fer um búðina og finnur það og setur í körfuna. Þetta hljómar kannski hversdagslega en líkt og í Nettó þar sem börn geta fengið sína eigin körfu þá getur þetta verið mikið fjör, svo ekki sé minnst á ef þau fá að velja sér eitthvað sjálf ofan í körfunaVísir/Getty8. Tjaldaðu í garðinumBörn elska tjöld, það er staðreynd. Það er mikið ævintýri að tjalda í garðinum heima, fara með nokkrar bækur út og kannski poppa og leyfa þeim að hafa sinn eigin heim, heima í garðinum 9. Haltu garðpartíBjóddu nokkrum börnum úr hverfinu til að koma í garðinn og leika saman. Hafðu krítar tilbúnar, vatnsslöngu og ávexti og hækkaðu barnatónlistina í botn (frábæra lagalista má finna á Spotify) 10. Myndaðu dýrLeyfðu barninu að fá gamla myndavél, eða gamlan myndavélasíma, og eltið dýrin í nærumhverfi ykkar og myndið þau, hvort sem það er köttur, hundur, fugl, ormur eða fluga, þetta er skemmtilegur leikur sem kennir börnum að meta umhverfi sitt 11. Heimsóttu næsta sveitabýli eða Húsdýragarðinn/SlakkaBörnum finnst gaman að gefa dýrunum að borða, klappa þeim og bara hlaupa um og fá að fylgjast með þeim12. Haltu garðsöluFinnið til gamalt dót sem barnið er hætt að leika við og föt sem eru of lítil og settu upp auglýsingar í næstu sjoppu og dreifðu í húsin í kring, ágóðann má svo samviskusamlega setja í baukinn (nú eða splæsa í nýtt leikfang)13. Farðu á kaffihús í búningLeyfðu barninu að velja sér búning og farið á kaffihús og þykist vera persónurnar úr sögunni sem barnið valdi14. Skvett í náttúrulaugSkoðið hvaða náttúrulaugar eru nálægt ykkur og leyfðu börnum að busla þar berrössuð ef veður leyfir, annars eru tær kannski alveg nóg15. Fjársjóðsleit - bókstaflegaGangið um hverfið ykkar og tínið upp flöskur og dósir og safnið í poka. Þetta er bæði umhverfisvænt og saman getið þið ráðstafað aurnum í annað hvort sparnað eða sameiginlega upplifun Nú er um að gera að prenta þetta út og haka svo við ævintýrin sem þið hafið upplifað saman! Heilsa Tengdar fréttir Uppátækjasemi barna Stundum er erfitt að ímynda sér hvað gerist í litlum kollum barna þegar þau velta fyrir sér hvað skuli gera sér til dundurs 20. maí 2015 11:00 Sumar og sól í baðkarinu Sumardagurinn fyrsti er á morgun en veðrið fylgir öðru dagatali og sama má segja um hitastigið það þarf þó ekki að stöðva sól og sumar heima í baðkarinu. 22. apríl 2015 16:00 Sápað fyrir sund Sund er ein fremst afþreying og heilsurækt hér á landi en eru einhver tímabil þar sem varast skal sund? Er klór skaðlegur? Af hverju þarf að sápa sig áður en maður fer ofaní? Allt um sund hér. 12. maí 2015 16:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það þarf engum að leiðast í sumar þó stefnan sé ekki tekin á heimsókn til fjarlægra landa. Veðurblíðan hefur leikið um landið og hér eru nokkrir hlutir sem ættu að hafa ofan af börnum á leikskólaaldri nú þegar þau eru í sumarfríi. Flestar þessar uppástungur eiga við óháð staðsetningu á landinu.Hér eru 15 skemmtilegar leiðir til að njóta sumarsins með barni á leikskólaaldri 1. Fara á róló með nesti Börn fá ekki leið á því að heimsækja mismunandi leikskóla og rólóvelli og til að gera það enn meira spennandi er um að gera að kippa með nesti og teppi 2. Fara í fjöruferðBörn elska að busla og þau elska að leita að hlutum. Það má auðveldlega breyta venjulegri fjöruferð í bingó eða fjársjóðsleit þar sem þarf að finna ákveðna hluti í fjörunni og sá sem er fyrstur vinnur. Það má svo veita bónusstig fyrir óvenjulegan fund eins og heilan krabba eða krossfisk 3. Fara á safnBörn hafa mismikla þolinmæði fyrir söfnum en flest söfn eru rúmgóð svo vel er hægt að hlaupa um og oftar en ekki er barnahorn þar sem má skoða allskyns dót og jafnvel teikna mynd eða lesa bók. Bara það að breyta aðeins um umhverfi þegar bók er lesin getur verið mikið ævintýri 4. Fara í sundÞað gefur augaleið að skella sér í sund á sumrin og það getur verið alveg jafn gaman að fara í sund í rigningu sem og sól. Til að krydda upp ferðina má grípa með sér litla vatnsbyssu, sundbolta eða jafnvel bara fötu og skóflu 5. FöndraÞetta er kjörið eftir fjöruferðina og má vel gera óháð veðri því ef það er gott er gaman að föndra úti í garði og ef það er rigning þá má bara gera það inni. Það að teikna, klippa út og líma fjörugóssið er hin mesta skemmtun (þó ekki sé nema bara sandur og örfá skelbrot). Hvað sem er getur orðið að dýrmætu listaverki 6. MálaFlest öll máling fyrir börn næst auðveldlega úr fatnaði og af líkama og fátt er skemmtilegra en að leyfa börnum að mála hendur og fætur og stimpla gras og blöð 7. Versla í matinnLeyfðu barninu að stýra matarinnkaupum eftir lista. Þú lest upp hvað vantar, barnið fer um búðina og finnur það og setur í körfuna. Þetta hljómar kannski hversdagslega en líkt og í Nettó þar sem börn geta fengið sína eigin körfu þá getur þetta verið mikið fjör, svo ekki sé minnst á ef þau fá að velja sér eitthvað sjálf ofan í körfunaVísir/Getty8. Tjaldaðu í garðinumBörn elska tjöld, það er staðreynd. Það er mikið ævintýri að tjalda í garðinum heima, fara með nokkrar bækur út og kannski poppa og leyfa þeim að hafa sinn eigin heim, heima í garðinum 9. Haltu garðpartíBjóddu nokkrum börnum úr hverfinu til að koma í garðinn og leika saman. Hafðu krítar tilbúnar, vatnsslöngu og ávexti og hækkaðu barnatónlistina í botn (frábæra lagalista má finna á Spotify) 10. Myndaðu dýrLeyfðu barninu að fá gamla myndavél, eða gamlan myndavélasíma, og eltið dýrin í nærumhverfi ykkar og myndið þau, hvort sem það er köttur, hundur, fugl, ormur eða fluga, þetta er skemmtilegur leikur sem kennir börnum að meta umhverfi sitt 11. Heimsóttu næsta sveitabýli eða Húsdýragarðinn/SlakkaBörnum finnst gaman að gefa dýrunum að borða, klappa þeim og bara hlaupa um og fá að fylgjast með þeim12. Haltu garðsöluFinnið til gamalt dót sem barnið er hætt að leika við og föt sem eru of lítil og settu upp auglýsingar í næstu sjoppu og dreifðu í húsin í kring, ágóðann má svo samviskusamlega setja í baukinn (nú eða splæsa í nýtt leikfang)13. Farðu á kaffihús í búningLeyfðu barninu að velja sér búning og farið á kaffihús og þykist vera persónurnar úr sögunni sem barnið valdi14. Skvett í náttúrulaugSkoðið hvaða náttúrulaugar eru nálægt ykkur og leyfðu börnum að busla þar berrössuð ef veður leyfir, annars eru tær kannski alveg nóg15. Fjársjóðsleit - bókstaflegaGangið um hverfið ykkar og tínið upp flöskur og dósir og safnið í poka. Þetta er bæði umhverfisvænt og saman getið þið ráðstafað aurnum í annað hvort sparnað eða sameiginlega upplifun Nú er um að gera að prenta þetta út og haka svo við ævintýrin sem þið hafið upplifað saman!
Heilsa Tengdar fréttir Uppátækjasemi barna Stundum er erfitt að ímynda sér hvað gerist í litlum kollum barna þegar þau velta fyrir sér hvað skuli gera sér til dundurs 20. maí 2015 11:00 Sumar og sól í baðkarinu Sumardagurinn fyrsti er á morgun en veðrið fylgir öðru dagatali og sama má segja um hitastigið það þarf þó ekki að stöðva sól og sumar heima í baðkarinu. 22. apríl 2015 16:00 Sápað fyrir sund Sund er ein fremst afþreying og heilsurækt hér á landi en eru einhver tímabil þar sem varast skal sund? Er klór skaðlegur? Af hverju þarf að sápa sig áður en maður fer ofaní? Allt um sund hér. 12. maí 2015 16:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Uppátækjasemi barna Stundum er erfitt að ímynda sér hvað gerist í litlum kollum barna þegar þau velta fyrir sér hvað skuli gera sér til dundurs 20. maí 2015 11:00
Sumar og sól í baðkarinu Sumardagurinn fyrsti er á morgun en veðrið fylgir öðru dagatali og sama má segja um hitastigið það þarf þó ekki að stöðva sól og sumar heima í baðkarinu. 22. apríl 2015 16:00
Sápað fyrir sund Sund er ein fremst afþreying og heilsurækt hér á landi en eru einhver tímabil þar sem varast skal sund? Er klór skaðlegur? Af hverju þarf að sápa sig áður en maður fer ofaní? Allt um sund hér. 12. maí 2015 16:00