Íslenskur spunahópur hitaði upp fyrir Amy Poehler Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2015 14:54 Spéhræðsla plagar ekki spunahópinn The Entire Population of Iceland. Leikhópurinn The Entire Population of Iceland frá Improv Ísland er nýkominn úr leikferð til New York þar sem þau sýndu á Del Close spuna-maraþoninu. Á maraþoninu voru sýndar sýningar í 9 leikhúsum í NY í 72 klukkutíma samfleytt. Hópurinn vakti mikla athygli með sýningunni sinni The Improvised Saga, þar sem þau spunnu meðal annars kór-lag í fimmundarsöng. Sýningin þeirra var á besta stað í dagskrá maraþonsins, í aðal-leikhúsinu og þurftu áhorfendur að bíða í nokkra klukkutíma til að komast inn. Eftir sýninguna voru íslensku spunaleikararnir margoft stoppaðir út á götum NY-borgar af fólki sem hafði setið í troðfullum salnum.Mikill áhugi var á sýningunum í New York.Meðal þeirra sem sýndu beint á eftir hópnum á hátíðinni voru Amy Poehler (einn stofnandi UCB), Ellie Kemper, höfundar Inside Amy Schumer, Broad City, 30 rock og fleiri af helstu grínistum Bandaríkjanna. Hópurinn notaði tækifærið og fékk nokkra af færustu spunaleikurum NY til að þjálfa sig á meðan á dvölinni úti stóð og stefna á að flytja inn marga af þeim til Íslands á næstu misserum. Flestir úr hópnum eru nú komnir heim til Íslands eftir viðburðaríka viku, en spunaleikkonurnar Blær og Steiney (sem eru einnig meðlimir Reykjavíkurdætra) eru ennþá í NY þar sem þeim hefur verið boðið að taka þátt í Hip Hop spunasýningu UCB-leikhússins þar sem margir af þekktustu röppurum Bandaríkjanna, eins og RZA úr Wu Tang Clan, hafa komið fram. Það verður ekki í fyrsta sinn sem þær rappa á sviði NY en þeim var boðið að koma fram á tónleikum með eiganda hins sögufræga grín-klúbbs Comedy Cellar í síðustu viku. Improv Ísland verður með maraþon-sýningu á menningarnótt í ágúst og vikuleg fjölbreytt spuna-grínkvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í febrúar á næsta ári.Hér má sjá The Entire Population of Iceland í miðjum klíðum. Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikhópurinn The Entire Population of Iceland frá Improv Ísland er nýkominn úr leikferð til New York þar sem þau sýndu á Del Close spuna-maraþoninu. Á maraþoninu voru sýndar sýningar í 9 leikhúsum í NY í 72 klukkutíma samfleytt. Hópurinn vakti mikla athygli með sýningunni sinni The Improvised Saga, þar sem þau spunnu meðal annars kór-lag í fimmundarsöng. Sýningin þeirra var á besta stað í dagskrá maraþonsins, í aðal-leikhúsinu og þurftu áhorfendur að bíða í nokkra klukkutíma til að komast inn. Eftir sýninguna voru íslensku spunaleikararnir margoft stoppaðir út á götum NY-borgar af fólki sem hafði setið í troðfullum salnum.Mikill áhugi var á sýningunum í New York.Meðal þeirra sem sýndu beint á eftir hópnum á hátíðinni voru Amy Poehler (einn stofnandi UCB), Ellie Kemper, höfundar Inside Amy Schumer, Broad City, 30 rock og fleiri af helstu grínistum Bandaríkjanna. Hópurinn notaði tækifærið og fékk nokkra af færustu spunaleikurum NY til að þjálfa sig á meðan á dvölinni úti stóð og stefna á að flytja inn marga af þeim til Íslands á næstu misserum. Flestir úr hópnum eru nú komnir heim til Íslands eftir viðburðaríka viku, en spunaleikkonurnar Blær og Steiney (sem eru einnig meðlimir Reykjavíkurdætra) eru ennþá í NY þar sem þeim hefur verið boðið að taka þátt í Hip Hop spunasýningu UCB-leikhússins þar sem margir af þekktustu röppurum Bandaríkjanna, eins og RZA úr Wu Tang Clan, hafa komið fram. Það verður ekki í fyrsta sinn sem þær rappa á sviði NY en þeim var boðið að koma fram á tónleikum með eiganda hins sögufræga grín-klúbbs Comedy Cellar í síðustu viku. Improv Ísland verður með maraþon-sýningu á menningarnótt í ágúst og vikuleg fjölbreytt spuna-grínkvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í febrúar á næsta ári.Hér má sjá The Entire Population of Iceland í miðjum klíðum.
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira