Fræhrökkbrauð með feta-og sítrónumauki sigga dögg skrifar 6. júlí 2015 15:00 Vísir/Skjáskot Svava bloggar um mat á vefsíðunni Ljúmeti og lekkerheit og má þar finna ógrynni af uppskriftum, bæði hollum og líka dísætum. Þessi réttur er kjörin til að taka með sér í útileguna eða sumarbústaðinn eða bara til að hafa sem saðsamt en létt og hollt nasl á borðum. Fræhrökkbrauð 0,5 dl sesamfræ 0,5 dl hörfræ 3/4 dl sólblómafræ 1/4 dl graskersfræ 2 dl maísmjöl 0,5 dl ólífuolía 2-2,5 dl sjóðandi vatn gróft salt, t.d. maldonsalt rósmarín Aðferð Hitið ofninn í 150°. Setjið öll hráefni fyrir utan vatnið í skál og hrærið saman. Hellið sjóðandi vatni yfir (ég nota á milli 2 og 2,5 dl) og hrærið saman í deig. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið deigið yfir. Notið sleikju og dreifið úr deiginu þannig að það fylli út í bökunarplötuna (reynið að ná því eins þunnt og þið getið). Stráið salti og rósmarín yfir og bakið í 45 mínútur. Það má brjóta hrökkbrauðið í óreglulega bita þegar það hefur kólnað en ef þið viljið fá reglulegri hrökkbrauðssneiðar þá er betra að skera það með pizzaskera áður en það fer í ofninn. Hrökkbrauð með ídýfu frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheitVísir/Skjáskot Feta- og sítrónumauk 200 g fetakubbur 1 msk rifið sítrónuhýði (passið að taka bara ysta lagið, ekki rífa sítrónuna djúpt niður) 1-2 msk ferskur sítrónusafi 1 hvítlauksrif, hakkað 6 msk extra virgin ólífuolía smá af rauðum piparflögum (t.d. chili explotion krydd) Aðferð Setjið fetaostinn, sítrónuhýðið, 1 msk af sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar allt hefur blandast vel en er enn með aðeins grófri áferð. Smakkið til, ef hræran er of sölt þá er meiri sítrónu bætt við. Setjið í skál, sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með rauðum piparflögum. Nú er bara að bera fram og njóta! Brauð Uppskriftir Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Svava bloggar um mat á vefsíðunni Ljúmeti og lekkerheit og má þar finna ógrynni af uppskriftum, bæði hollum og líka dísætum. Þessi réttur er kjörin til að taka með sér í útileguna eða sumarbústaðinn eða bara til að hafa sem saðsamt en létt og hollt nasl á borðum. Fræhrökkbrauð 0,5 dl sesamfræ 0,5 dl hörfræ 3/4 dl sólblómafræ 1/4 dl graskersfræ 2 dl maísmjöl 0,5 dl ólífuolía 2-2,5 dl sjóðandi vatn gróft salt, t.d. maldonsalt rósmarín Aðferð Hitið ofninn í 150°. Setjið öll hráefni fyrir utan vatnið í skál og hrærið saman. Hellið sjóðandi vatni yfir (ég nota á milli 2 og 2,5 dl) og hrærið saman í deig. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið deigið yfir. Notið sleikju og dreifið úr deiginu þannig að það fylli út í bökunarplötuna (reynið að ná því eins þunnt og þið getið). Stráið salti og rósmarín yfir og bakið í 45 mínútur. Það má brjóta hrökkbrauðið í óreglulega bita þegar það hefur kólnað en ef þið viljið fá reglulegri hrökkbrauðssneiðar þá er betra að skera það með pizzaskera áður en það fer í ofninn. Hrökkbrauð með ídýfu frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheitVísir/Skjáskot Feta- og sítrónumauk 200 g fetakubbur 1 msk rifið sítrónuhýði (passið að taka bara ysta lagið, ekki rífa sítrónuna djúpt niður) 1-2 msk ferskur sítrónusafi 1 hvítlauksrif, hakkað 6 msk extra virgin ólífuolía smá af rauðum piparflögum (t.d. chili explotion krydd) Aðferð Setjið fetaostinn, sítrónuhýðið, 1 msk af sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar allt hefur blandast vel en er enn með aðeins grófri áferð. Smakkið til, ef hræran er of sölt þá er meiri sítrónu bætt við. Setjið í skál, sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með rauðum piparflögum. Nú er bara að bera fram og njóta!
Brauð Uppskriftir Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira