Sala Hyundai fellur þriðja mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 13:08 Hyundai i30. Hátt gengi hins S-kóreska wons gerir nú Hyundai lífið leitt. Það hefur verið á sífelldri uppleið síðustu misseri og veldur því að S-kóreskum bílaframleiðendum reynist sífellt erfiðara að selja bíla sína erlendis, þrátt fyrir viðurkennd gæði þeirra. Síðustu þrjá mánuði hefur sala Hyundai verið minni en sömu mánuði í fyrra. Í maí seldi Hyundai 1,2% færri bíla en í sama mánuði 2014, salan erlendis var 2,2% lægri, en salan heimafyrir 4,8% meiri. Hyundai er afar stór framleiðandi bíla á heimsvísu og sést það best á því að þrátt fyrir minnkandi sölu í maí nam hún í heild 408.026 bílum og er þá sala Kia, sem er í eigu Hyundai, talin með. Þessi mikla sala fyrirtækjanna beggja gerir þau að fimmta stærsta bílaframleiðanda heims á eftir Toyota, Volkswagen, General Motors og Ford. Viðbrögð Hyundai við minnkandi sölu er samdráttur í framleiðslu, aðgerðir til lækkunar kostnaðar og meiri áhersla á framleiðslu jepplinga, en svo virðist sem heimsbyggðin fái ekki nóg af þeim um þessar mundir. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Hátt gengi hins S-kóreska wons gerir nú Hyundai lífið leitt. Það hefur verið á sífelldri uppleið síðustu misseri og veldur því að S-kóreskum bílaframleiðendum reynist sífellt erfiðara að selja bíla sína erlendis, þrátt fyrir viðurkennd gæði þeirra. Síðustu þrjá mánuði hefur sala Hyundai verið minni en sömu mánuði í fyrra. Í maí seldi Hyundai 1,2% færri bíla en í sama mánuði 2014, salan erlendis var 2,2% lægri, en salan heimafyrir 4,8% meiri. Hyundai er afar stór framleiðandi bíla á heimsvísu og sést það best á því að þrátt fyrir minnkandi sölu í maí nam hún í heild 408.026 bílum og er þá sala Kia, sem er í eigu Hyundai, talin með. Þessi mikla sala fyrirtækjanna beggja gerir þau að fimmta stærsta bílaframleiðanda heims á eftir Toyota, Volkswagen, General Motors og Ford. Viðbrögð Hyundai við minnkandi sölu er samdráttur í framleiðslu, aðgerðir til lækkunar kostnaðar og meiri áhersla á framleiðslu jepplinga, en svo virðist sem heimsbyggðin fái ekki nóg af þeim um þessar mundir.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent