Dustin Johnson enn efstur á St. Andrews - Lítið golf spilað í dag vegna veðurs 18. júlí 2015 20:40 Dustin Johnson hefur leikið sér að St. Andrews hingað til. Getty Miklir vindar og úrhelli gerði það að verkum að lítið golf var spilað á St. Andrews í dag. Leik var seinkað í morgun og fyrstu menn hófu ekki leik fyrr en eftir hádegi sem þýðir að Opna breska meistaramótið í ár klárast ekki fyrr en á mánudaginn en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1988 sem það gerist. Eftir 36 holur leiðir Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á tíu höggum undir pari en hann hefur leikið hringina tvo á 65 og 69 höggum. Englendingurinn Danny Willett kláraði í gær og spilaði ekkert golf í dag en hann kemur á eftir Dustin á níu höggum undir pari. 20 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu og því geta margir gert atlögu að titlinum á lokahringjunum en Jason Day, Jordan Spieth, Adam Scott og Louis Oosthuizen eru þar á meðal.Tiger Woods náði ekki niðurskurðinum en hann endaði meðal neðstu manna á sjö yfir pari og þarf greinilega að vinna betur í leik sínum. Stöðu keppenda má sjá hér en bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Miklir vindar og úrhelli gerði það að verkum að lítið golf var spilað á St. Andrews í dag. Leik var seinkað í morgun og fyrstu menn hófu ekki leik fyrr en eftir hádegi sem þýðir að Opna breska meistaramótið í ár klárast ekki fyrr en á mánudaginn en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1988 sem það gerist. Eftir 36 holur leiðir Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á tíu höggum undir pari en hann hefur leikið hringina tvo á 65 og 69 höggum. Englendingurinn Danny Willett kláraði í gær og spilaði ekkert golf í dag en hann kemur á eftir Dustin á níu höggum undir pari. 20 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu og því geta margir gert atlögu að titlinum á lokahringjunum en Jason Day, Jordan Spieth, Adam Scott og Louis Oosthuizen eru þar á meðal.Tiger Woods náði ekki niðurskurðinum en hann endaði meðal neðstu manna á sjö yfir pari og þarf greinilega að vinna betur í leik sínum. Stöðu keppenda má sjá hér en bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira