10710 fiskur hefur veiðst í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2015 11:00 Veiðivötn hafa tekið ágætlega við sér eftir að það hlýnaði aðeins en útlit er fyrir heldur kalda morgna uppfrá næstu daga. Veiðin í dag er aðeins yfir því sem hún var í fyrra en heildarveiðin var þá 10.193 fiskar svo vötnin virðast hafa komið vel undan kuldanum sem þar ríkti í byrjun sumars. Snjóölduvatn hefur gefið 3213 og er aflahæsta vatnið eins og er. 2918 hafa veiðst í Nýjavatni og síðan er heildarveiðin í vinsælasta vatninu, Litla Sjó komin í 2152 fiska. Það sem er skemmtilegast að sjá við vötnin í dag er mikil aukning í fluguveiði en ekki eru mörg ár síðan að horft var furðulega á menn sem mættu með flugustangir við vötnin enda hafa þau verið heimavöllur beituveiði um áratugaskeið. Þetta er þó hratt að breytast og í dag eru margir veiðimenn sem leggja leið sína upp í veiðivötn eingöngu með fluguna að vopni. Það er gaman að bera saman veiðina í Veiðivötnum á milli ára og eins og sést á töflunni sem fylgir þessari frétt er veiðin mest í upphafi en nær síðan jafnvægi eftir viku 4. Myndina er að finna á heimasíðu veiðivatna ásamt upplýsingum um veiði og vötnin sjálf. Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vinna við úthlutun í Elliðaánum í fullum gangi Veiði
Veiðivötn hafa tekið ágætlega við sér eftir að það hlýnaði aðeins en útlit er fyrir heldur kalda morgna uppfrá næstu daga. Veiðin í dag er aðeins yfir því sem hún var í fyrra en heildarveiðin var þá 10.193 fiskar svo vötnin virðast hafa komið vel undan kuldanum sem þar ríkti í byrjun sumars. Snjóölduvatn hefur gefið 3213 og er aflahæsta vatnið eins og er. 2918 hafa veiðst í Nýjavatni og síðan er heildarveiðin í vinsælasta vatninu, Litla Sjó komin í 2152 fiska. Það sem er skemmtilegast að sjá við vötnin í dag er mikil aukning í fluguveiði en ekki eru mörg ár síðan að horft var furðulega á menn sem mættu með flugustangir við vötnin enda hafa þau verið heimavöllur beituveiði um áratugaskeið. Þetta er þó hratt að breytast og í dag eru margir veiðimenn sem leggja leið sína upp í veiðivötn eingöngu með fluguna að vopni. Það er gaman að bera saman veiðina í Veiðivötnum á milli ára og eins og sést á töflunni sem fylgir þessari frétt er veiðin mest í upphafi en nær síðan jafnvægi eftir viku 4. Myndina er að finna á heimasíðu veiðivatna ásamt upplýsingum um veiði og vötnin sjálf.
Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vinna við úthlutun í Elliðaánum í fullum gangi Veiði