Dustin enn efstur eftir rigningardag á St. Andrews - Tiger nánast úr leik 17. júlí 2015 22:18 Jason Day hefur leikið vel hingað til. Getty. Dustin Johnson leiðir enn á Opna breska meistaramótinu en hann er á tíu höggum undir pari eftir að hafa leikið 31 holur í mótinu. Mikið vætuveður gerði á St. Andrews í morgun og því þurfti að seinka rástímum um þrjá klukkutíma en Dustin ásamt mörgum öðrum kylfingum eiga því eftir að klára annan hring og munu gera það í fyrramálið. Englendingurinn Danny Willett er í öðru sæti á níu höggum undir pari en hann var einn af þeim sem náðu að klára leik í dag.Jason Day og Paul Lawrie deila þriðja sætinu á átta höggum undir pari og á eftir þeim koma margir sterkir kylfingar á sjö og sex höggum undir, meðal annars Adam Scott og Luke Donald.Tiger Woods náði ekki að klára leik í dag og þarf því að rífa sig upp í fyrramálið til þess að klára hringinn en hann mun örugglega ekki ná niðurskurðinum eftir að hafa spilað fyrstu 29 holurnar á fimm höggum yfir pari. Þá spiluðu goðsagnirnar Nick Faldo og Tom Watson sína síðustu hringi á ferlinum á Opna breska meistaramótinu í dag og fengu þeir mjög mikinn stuðning frá áhorfendum en þeir munu ekki taka þátt í þessu sögufræga móti að ári liðnu. Bein útsending frá þriðja degi hefst á Golfstöðinni klukkan 09:00 í fyrramálið. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Dustin Johnson leiðir enn á Opna breska meistaramótinu en hann er á tíu höggum undir pari eftir að hafa leikið 31 holur í mótinu. Mikið vætuveður gerði á St. Andrews í morgun og því þurfti að seinka rástímum um þrjá klukkutíma en Dustin ásamt mörgum öðrum kylfingum eiga því eftir að klára annan hring og munu gera það í fyrramálið. Englendingurinn Danny Willett er í öðru sæti á níu höggum undir pari en hann var einn af þeim sem náðu að klára leik í dag.Jason Day og Paul Lawrie deila þriðja sætinu á átta höggum undir pari og á eftir þeim koma margir sterkir kylfingar á sjö og sex höggum undir, meðal annars Adam Scott og Luke Donald.Tiger Woods náði ekki að klára leik í dag og þarf því að rífa sig upp í fyrramálið til þess að klára hringinn en hann mun örugglega ekki ná niðurskurðinum eftir að hafa spilað fyrstu 29 holurnar á fimm höggum yfir pari. Þá spiluðu goðsagnirnar Nick Faldo og Tom Watson sína síðustu hringi á ferlinum á Opna breska meistaramótinu í dag og fengu þeir mjög mikinn stuðning frá áhorfendum en þeir munu ekki taka þátt í þessu sögufræga móti að ári liðnu. Bein útsending frá þriðja degi hefst á Golfstöðinni klukkan 09:00 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira