Dustin Johnson efstur eftir fyrsta hring á St. Andrews 16. júlí 2015 19:36 Dustin Johnson og Jordan Spieth eru farnir að þekkjast vel. Getty. Dustin Johnson lék best allra á fyrsta degi á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en þessi högglangi Bandaríkjamaður lék St. Andrews á 65 höggum eða sjö undir pari í dag. Dustin lék gallalaust golf, fékk fimm fugla og einn örn, en hann virðist vera búinn að jafna sig á lokahringnum á US Open þar sem hann þrípúttaði á 18. flöt og færði Jordan Spieth sigurinn. Spieth lék einnig vel í dag en hann er meðal efstu manna á fimm höggum undir pari eftir hring upp á 67 högg. Þá deila nokkrir kylfingar öðru sætinu á sex undir, meðal annars gamla brýnið Retief Goosen og heimamaðurinn Paul Lawrie. Raunir Tiger Woods halda áfram en hann lék hræðilega í dag, kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari og situr hann meðal neðstu manna eins og svo oft áður í ár. Tiger virtist stressaður í byrjun og náði sér aldrei á strik en púttin og slátturinn voru alls ekki í lagi hjá þessum þrefalda meistara á Opna breska. Aðstæður til þess að skora vel á St. Andrews voru frábærar í dag en völlurinn var mjúkur eftir vætuveður á undanförnum dögum og því gátu bestu kylfingar heims tekið fleiri sénsa í innáhöggunum en gengur og gerist. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Dustin Johnson lék best allra á fyrsta degi á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en þessi högglangi Bandaríkjamaður lék St. Andrews á 65 höggum eða sjö undir pari í dag. Dustin lék gallalaust golf, fékk fimm fugla og einn örn, en hann virðist vera búinn að jafna sig á lokahringnum á US Open þar sem hann þrípúttaði á 18. flöt og færði Jordan Spieth sigurinn. Spieth lék einnig vel í dag en hann er meðal efstu manna á fimm höggum undir pari eftir hring upp á 67 högg. Þá deila nokkrir kylfingar öðru sætinu á sex undir, meðal annars gamla brýnið Retief Goosen og heimamaðurinn Paul Lawrie. Raunir Tiger Woods halda áfram en hann lék hræðilega í dag, kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari og situr hann meðal neðstu manna eins og svo oft áður í ár. Tiger virtist stressaður í byrjun og náði sér aldrei á strik en púttin og slátturinn voru alls ekki í lagi hjá þessum þrefalda meistara á Opna breska. Aðstæður til þess að skora vel á St. Andrews voru frábærar í dag en völlurinn var mjúkur eftir vætuveður á undanförnum dögum og því gátu bestu kylfingar heims tekið fleiri sénsa í innáhöggunum en gengur og gerist. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira