Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 15. júlí 2015 07:49 Áform um nýjar ríkisstöðvar Landsbankans eru umdeild en að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þeim. Flestir sem fréttastofa tók tali úr röðum almennings voru þeirrar skoðunar að áformin væru misráðin eða hreinlega fáránleg. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við austurhöfn Reykjavíkurhafnar verði 16000 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærri en höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Kostnaður við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans er áætlaður átta milljarðar króna en Landsbankinn hafnaði talsvert ódýrari lóðarkostum eins og Fiskislóð úti á Granda. Að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þessum fyrirætlunum Landsbankans, Guðlaugur Þór Þórðarson og Frosti Sigurjónsson. Guðlaugur sagði að áformin væru út í hött. Frosti telur að almenningur muni að lokum bera kostnaðinn af þessu í formi hærri þjónustugjalda. Landsbankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda. Það er því eðlileg tað kanna hver afstaða eigandans er – það er að segja almennings. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, fór á stúfana í gær og fékk nokkra vegfarendur af handahófi til þess að svara spurningunni:Hvað finnst þér um þau áform Landsbankans að ætla að reisa 16.500 fermetra höfuðstöðvar við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur? Könnunin er að sjálfsögðu ekki vísindaleg og það er oftast erfitt að fá fólk til að svara í könnunum af þessu tagi. En allir voru spurðir sömu spurningarinnar og öll svör voru birt. Svörin má sjá í fréttinni hér að ofan. „Tel reyndar að bankinn eigi að vera með höfuðstöðvar allar á einum stað. En hvort þetta er rétti staðurinn, það verður eiginlega að skoðast betur,“ sagði Kristinn Kristinsson. „Mér finnst þetta alveg út í hött. Algjörlega. Að byggja svona höll undir þetta,mér finnst það bara út í hött,“ sagði Sigurjón Bolli Sigurjónsson. „Bara flott, flottur staður inni í miðri Reykjavík. Alveg æðislegt,“ sagði Guðveig Sigurðardóttir. „Mér finnst það hálfgalið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðjónsson. „Mér finnst þetta afskaplega taktlaust, þessi banki er nýbúinn að fara á rassgatið og tapa fleiri hundruð milljörðum og að ætla að fara að byggja hús fyrir átta milljarða. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Gísli Valtýsson. „Mér finnst þetta rangt í kjölfar þess sem gerðist hér fyrir nokkrum árum síðan, í kjölfar hrunsins,“ sagði Pétur Júlíus Óskarsson. „Ja staðsetningin er náttúrulega ekkert svo slæm en kostnaðurinn við þetta er algjört rugl og við vitum alveg hver borgar brúsann á endanum, það eru bara viðskiptavinirnir,“ sagði Þormóður Sigurðsson. „Mér finnst þetta kannski svolítið vanhugsuð ákvörðun núna þegar það er svona ástand í þjóðfélaginu eins og er, þetta er kannski svolítið dýr framkvæmd sem þeir eru að fara út í,“ sagði Halla Sif Guðlaugsdóttir. „Mér finnst hún eiginlega bara fáránleg. Ég hef svosem ekkert meira um það að segja,“ sagði Pétur Ingjaldsson. „Mér finnst þetta fullkomin veruleikafirring og bara þetta er svo mikil tímaskekkja. Það er eins og þeir hafi ekki lært neitt af hruninu, þetta er bara taktlaust,“ sagði Sigurður Þór Helgason. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Áform um nýjar ríkisstöðvar Landsbankans eru umdeild en að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þeim. Flestir sem fréttastofa tók tali úr röðum almennings voru þeirrar skoðunar að áformin væru misráðin eða hreinlega fáránleg. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við austurhöfn Reykjavíkurhafnar verði 16000 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærri en höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Kostnaður við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans er áætlaður átta milljarðar króna en Landsbankinn hafnaði talsvert ódýrari lóðarkostum eins og Fiskislóð úti á Granda. Að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þessum fyrirætlunum Landsbankans, Guðlaugur Þór Þórðarson og Frosti Sigurjónsson. Guðlaugur sagði að áformin væru út í hött. Frosti telur að almenningur muni að lokum bera kostnaðinn af þessu í formi hærri þjónustugjalda. Landsbankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda. Það er því eðlileg tað kanna hver afstaða eigandans er – það er að segja almennings. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, fór á stúfana í gær og fékk nokkra vegfarendur af handahófi til þess að svara spurningunni:Hvað finnst þér um þau áform Landsbankans að ætla að reisa 16.500 fermetra höfuðstöðvar við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur? Könnunin er að sjálfsögðu ekki vísindaleg og það er oftast erfitt að fá fólk til að svara í könnunum af þessu tagi. En allir voru spurðir sömu spurningarinnar og öll svör voru birt. Svörin má sjá í fréttinni hér að ofan. „Tel reyndar að bankinn eigi að vera með höfuðstöðvar allar á einum stað. En hvort þetta er rétti staðurinn, það verður eiginlega að skoðast betur,“ sagði Kristinn Kristinsson. „Mér finnst þetta alveg út í hött. Algjörlega. Að byggja svona höll undir þetta,mér finnst það bara út í hött,“ sagði Sigurjón Bolli Sigurjónsson. „Bara flott, flottur staður inni í miðri Reykjavík. Alveg æðislegt,“ sagði Guðveig Sigurðardóttir. „Mér finnst það hálfgalið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðjónsson. „Mér finnst þetta afskaplega taktlaust, þessi banki er nýbúinn að fara á rassgatið og tapa fleiri hundruð milljörðum og að ætla að fara að byggja hús fyrir átta milljarða. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Gísli Valtýsson. „Mér finnst þetta rangt í kjölfar þess sem gerðist hér fyrir nokkrum árum síðan, í kjölfar hrunsins,“ sagði Pétur Júlíus Óskarsson. „Ja staðsetningin er náttúrulega ekkert svo slæm en kostnaðurinn við þetta er algjört rugl og við vitum alveg hver borgar brúsann á endanum, það eru bara viðskiptavinirnir,“ sagði Þormóður Sigurðsson. „Mér finnst þetta kannski svolítið vanhugsuð ákvörðun núna þegar það er svona ástand í þjóðfélaginu eins og er, þetta er kannski svolítið dýr framkvæmd sem þeir eru að fara út í,“ sagði Halla Sif Guðlaugsdóttir. „Mér finnst hún eiginlega bara fáránleg. Ég hef svosem ekkert meira um það að segja,“ sagði Pétur Ingjaldsson. „Mér finnst þetta fullkomin veruleikafirring og bara þetta er svo mikil tímaskekkja. Það er eins og þeir hafi ekki lært neitt af hruninu, þetta er bara taktlaust,“ sagði Sigurður Þór Helgason.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira