Sport

Írar ósáttir með tilraun Breta til að eigna sér Conor McGregor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Conor McGregor með beltið sitt.
Conor McGregor með beltið sitt. Vísir/Getty
Conor McGregor sýndi enn á ný snilli sína í hringnum í Las Vegas um síðustu helgi þegar hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt þegar hann rotaði Chad Mendes í annarri lotu.

Bardagakvöldið, sem hann sjálfur kallaði McGregor-sýninguna, sló öll met. Aldrei hefur komið inn eins mikill peningur í aðgangseyri, aldrei hafa fleiri mætt á vigtun og líklega voru fleiri sjónvarpsáskriftir seldar að kvöldinu en áður í sögu UFC.

Írar eru afar stoltir af sínum manni enda þarna á ferðinni algjör gullkálfur frá Dublin sem kallar fram sterkar tilfinningar hjá öllum sem fylgjast með honum.

Írarnir voru því ekki par sáttir með tilraun BBC að eigna sér hluta í Conor McGregor sem var sagður vera fyrsti UFC-heimsmeistarinn frá Bretlandi og Írlandi.

„McGregor, 26, won in Las Vegas to become the first UFC champion from the United Kingdom and Republic of Ireland," stóð í frétt BBC eða upp á íslenska tungu: „Hinn 26 ára gamli McGregor vann í Las Vegas og varð um leið fyrsti UFC-meistari frá Bretlandi og Írlandi."

Það er nefnilega löngu sönnuð staðreynd að Conor McGregor er frá Crumlin í Dyflunni á Írlandi en ekki frá Bretlandi (England, Skotland, Wales, Norður-Írlandi).

Á því er mikill munur í augum Íra sem hafa í gegnum tíðina mátt þola mikinn yfirgang frá breska stórveldinu. Írar voru því fljótir að pirra sig yfir þessu á twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson orðinn einn sá besti í veltivigtinni

Stórkostleg frammistaða Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch í Las Vegas mun skjóta honum á topp tíu í veltivigtinni. Gunnar frumsýndi með miklum látum í Bandaríkjunum er hann afgreiddi sitt í fyrstu lotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×