Sport

Gunnar Nelson fékk tæpar átta milljónir króna fyrir bardagann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar er átta milljónum króna ríkari eftir bardagann við Brandon Thatch.
Gunnar er átta milljónum króna ríkari eftir bardagann við Brandon Thatch. vísir/getty
Gunnar Nelson fékk tæpar átta milljónir fyrir bardagann gegn Brandon Thatch á laugardaginn. Þetta kemur fram á vefsíðunni MMAMania.com.

Gunnar, sem vann bardagann með hengingartaki í fyrstu lotu, fékk 29.000 dollara fyrir að mæta og jafnháa upphæð fyrir að vinna bardagann. Þetta gera 58.000 dollara, eða tæpar átta milljónir íslenskra króna.

Inn í þessum tölum eru ekki bónusar, greiðslur frá styrktaraðilum og aðrar óopinberar greiðslur sem keppendur fengu.

Mótherji Gunnars, Brandon Thatch, fékk 22.000 dollara fyrir þátttöku sína.

Þátttakendur í aðalbardaga kvöldsins, þeir Conor McGregor og Chad Mendes, fengu báðir 500.000 dollara í sinn hlut fyrir bardagann, eða 67 milljónir íslenskra króna.

Bardaga Gunnars og Thatch má sjá í heild sinni hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson orðinn einn sá besti í veltivigtinni

Stórkostleg frammistaða Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch í Las Vegas mun skjóta honum á topp tíu í veltivigtinni. Gunnar frumsýndi með miklum látum í Bandaríkjunum er hann afgreiddi sitt í fyrstu lotu.

Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur

"Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt.

Forseti UFC: Gunnar getur farið alla leið

Dana White segir ekkert annað hafa komið til greina en að vera með bardaga Gunnars sem einn af aðalbardögunum á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC.

Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch

Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×