Sport

Conor McGregor fékk níu sinnum hærri upphæð en Gunnar Nelson

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Conor kominn með beltið um mittið.
Conor kominn með beltið um mittið. vísir/getty
Írski bardagakappinn Conor McGregor fékk 500 þúsund dollara fyrir bardagann gegn Chad Mended á UFC bardagakvöldinu í Las Vegas á laugardaginn. Um er að ræða tæplega níu sinnum þá upphæð sem Gunnar Nelson fékk fyrir sigurinn á Brandon Thatch.

Vefmiðillinn MMA Junkie hefur birt lista yfir þær upphæðir sem bardagakapparnir fengu fyrir þátttökuna í Vegas. Eins og greint var frá fyrr í dag á Vísi fékk Gunnar 29 þúsund dali fyrir að mæta og annað eins fyrir að vinna sigur. Samanlagt 58 þúsund dollara eða tæpar átta milljónir króna.

Bardagi Gunnars var númer tvö af fimm á aðalkorti kvöldsins en bardagi Conors McGregor var sá síðasti. Samkvæmt því þótti hann sá merkilegasti það kvöldið sem þótti afar vel heppnað.

500 þúsund dalir svara til rúmlega 67 milljóna króna sem er sama upphæð og andstæðingur hans Chad Mendes hlaut. Næsthæstu upphæðina fékk Robbie Lawler sem lagði Rory MacDonald. Lawler fékk 300 þúsund dali eða rétt rúmlega 30 milljónir.

Bardaga Conor og Mendes má sjá hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×