Ekkert lát á sigurgöngu Spieth | Fowler lék best í Skotlandi 13. júlí 2015 09:15 Spieth getur ekki hætt að vinna stór golfmót. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum á lokahringnum á John Deere Classic til þess að komast í bráðabana um sigurinn en þar mætti hann landa sínum Tom Gillis. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á annarri holu í bráðabananum eftir að Gillis fékk skolla en þetta er fjórða mótið á PGA-mótaröðinni sem þessi magnaði kylfingur frá Texas sigrar í á árinu. Spieth lék hringina fjóra á TPC Deere Run vellinum á 20 höggum undir pari og virðist vera að spila sitt allra besta golf fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Þar freistar hann þess að sigra á þriðja risamótinu í röð en hann sigraði á Masters mótinu og US Open fyrr á árinu. John Deere Classic var ekki eina stóra atvinnugolfmótið sem fram fór um helgina en Opna skoska meistaramótið fór fram á Gullane vellinum og nýttu margir þekkti kylfingar tækifærið til þess að hita upp fyrir Opna breska á alvöru strandavelli. Sá sem nýtti það best var þó Rickie Fowler en hann tryggði sér sigur í mótinu með frábæru innáhöggi á lokaholunni þar sem hann nældi sér í auðveldan fugl, og sinn fjórða sigur á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en þetta árið fer það fram á hinum sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum á lokahringnum á John Deere Classic til þess að komast í bráðabana um sigurinn en þar mætti hann landa sínum Tom Gillis. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á annarri holu í bráðabananum eftir að Gillis fékk skolla en þetta er fjórða mótið á PGA-mótaröðinni sem þessi magnaði kylfingur frá Texas sigrar í á árinu. Spieth lék hringina fjóra á TPC Deere Run vellinum á 20 höggum undir pari og virðist vera að spila sitt allra besta golf fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Þar freistar hann þess að sigra á þriðja risamótinu í röð en hann sigraði á Masters mótinu og US Open fyrr á árinu. John Deere Classic var ekki eina stóra atvinnugolfmótið sem fram fór um helgina en Opna skoska meistaramótið fór fram á Gullane vellinum og nýttu margir þekkti kylfingar tækifærið til þess að hita upp fyrir Opna breska á alvöru strandavelli. Sá sem nýtti það best var þó Rickie Fowler en hann tryggði sér sigur í mótinu með frábæru innáhöggi á lokaholunni þar sem hann nældi sér í auðveldan fugl, og sinn fjórða sigur á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en þetta árið fer það fram á hinum sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira