Rickie Fowler virkar í góðu formi fyrir opna breska 12. júlí 2015 21:45 Rickie Fowler virkar í góðu formi fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Margir sterkir kylfingar tóku þátt í mótinu og nýttu það sem undirbúning fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Fowler var tveimur höggum á eftir Matt Kuchar þegar hann átti fjórar holur eftir en hann fékk fugl á þremur af síðustu fjórum holum vallarins og náði að skjótast fram úr Kuchar. Þessi endasprettur hjá Fowler minnti óneitanlega á það þegar hann tryggði sér sigur á Players Championship mótinu í maí, þar sem hann lék síðustu sex holurnar á sex höggum undir pari. "Þetta var mjög sérstakt. Mér leið vel og þetta er búin að vera frábær vika. Ég mun fá smá tíma í kvöld til að átta mig á þessu og gíra mig svo aftur upp í vikunni. Þetta var stór sigur fyrir mig. Mér hafði ekki gengið alveg sem skildi síðan ég vann Players, þannig að það var gott að komast aftur á sigurbraut. Ég þurfti að kafa djúpt eftir þessu. Ég var svekktur með að missa högg á 14. holu en ég vissi að ég ætti von á einhverjum fuglum. Ég var búinn að spila vel á síðustu fjórum holunum alla vikuna og sem betur fer kostaði 14. holan mig ekki miklu," sagði Fowler eftir sigurinn. Fowler endaði í eina af fimm efstu sætunum í öllum fjórum risamótunum í fyrra. "Það er eitt og annað sem þarf að laga fyrir komandi viku en ég hlakka til að spila aftur á St. Andrews, heimavelli golfsins," bætti Fowler við. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Margir sterkir kylfingar tóku þátt í mótinu og nýttu það sem undirbúning fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Fowler var tveimur höggum á eftir Matt Kuchar þegar hann átti fjórar holur eftir en hann fékk fugl á þremur af síðustu fjórum holum vallarins og náði að skjótast fram úr Kuchar. Þessi endasprettur hjá Fowler minnti óneitanlega á það þegar hann tryggði sér sigur á Players Championship mótinu í maí, þar sem hann lék síðustu sex holurnar á sex höggum undir pari. "Þetta var mjög sérstakt. Mér leið vel og þetta er búin að vera frábær vika. Ég mun fá smá tíma í kvöld til að átta mig á þessu og gíra mig svo aftur upp í vikunni. Þetta var stór sigur fyrir mig. Mér hafði ekki gengið alveg sem skildi síðan ég vann Players, þannig að það var gott að komast aftur á sigurbraut. Ég þurfti að kafa djúpt eftir þessu. Ég var svekktur með að missa högg á 14. holu en ég vissi að ég ætti von á einhverjum fuglum. Ég var búinn að spila vel á síðustu fjórum holunum alla vikuna og sem betur fer kostaði 14. holan mig ekki miklu," sagði Fowler eftir sigurinn. Fowler endaði í eina af fimm efstu sætunum í öllum fjórum risamótunum í fyrra. "Það er eitt og annað sem þarf að laga fyrir komandi viku en ég hlakka til að spila aftur á St. Andrews, heimavelli golfsins," bætti Fowler við.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira