Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 15:00 Elín Hirst er ekki ein um að gagnrýna áætlanir Landsbankans. Vísir/daníel Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn, meðan „það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala.“ Þingmaðurinn fjallar um byggingu höfuðstöðvanna í pistli sem hún birti á bloggsíðu sinni en mikil umræða hefur skapast um fyrirhugaðar framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn. Vísir greindi frá andstöðu sjónvarpsmannsins Ómars Ragnarssonar í gær. Hann tók í sama streng og Elín á vefsíðu sinni; gagnrýndi Landsbankann fyrir að hafna ódýrari lóðum en þá sem hann valdi í hjarta miðborgarinnar og sagði bygginguna vera bruðl á almannafé, en Landsbankinn er í 97,9 prósent eigu íslenska ríkisins. Greint var frá áætlunum bankans nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Elín segir skiljanlegt að óformin hafi fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum. „Á sama tíma og það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala, sem ætti með fullri virðingu fyrir starfsemi Landsbankans að vera margfalt ofar á forgangslistanum, þá finnst mér vera út í hött að verið sé að ræða þessa hluti yfirleitt, hvað þá á dýrasta stað í bænum,“ segir Elín. Hún segir bankastarfsemi ekki þurfa dýran umbúnað og bætir um betur með því að segja hann í raun „móðgun við viðskiptavinina“ – „sem fá afar lága vexti af innlánum en borga bæði háa útlánsvexti og allskonar þjónustugjöld,“ bætir hún við. Hún óskar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði, „þar sem svo kallað ,,overhead“ er í lámarki en aðaláherslan lögð á traust og góð greiðslukjör fyrir viðskiptavininn. Slíkur banki myndi sópa að sér viðskiptum,“ segir stjórnarþingmaðurinn Elín Hirst. Tengdar fréttir Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn, meðan „það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala.“ Þingmaðurinn fjallar um byggingu höfuðstöðvanna í pistli sem hún birti á bloggsíðu sinni en mikil umræða hefur skapast um fyrirhugaðar framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn. Vísir greindi frá andstöðu sjónvarpsmannsins Ómars Ragnarssonar í gær. Hann tók í sama streng og Elín á vefsíðu sinni; gagnrýndi Landsbankann fyrir að hafna ódýrari lóðum en þá sem hann valdi í hjarta miðborgarinnar og sagði bygginguna vera bruðl á almannafé, en Landsbankinn er í 97,9 prósent eigu íslenska ríkisins. Greint var frá áætlunum bankans nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Elín segir skiljanlegt að óformin hafi fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum. „Á sama tíma og það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala, sem ætti með fullri virðingu fyrir starfsemi Landsbankans að vera margfalt ofar á forgangslistanum, þá finnst mér vera út í hött að verið sé að ræða þessa hluti yfirleitt, hvað þá á dýrasta stað í bænum,“ segir Elín. Hún segir bankastarfsemi ekki þurfa dýran umbúnað og bætir um betur með því að segja hann í raun „móðgun við viðskiptavinina“ – „sem fá afar lága vexti af innlánum en borga bæði háa útlánsvexti og allskonar þjónustugjöld,“ bætir hún við. Hún óskar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði, „þar sem svo kallað ,,overhead“ er í lámarki en aðaláherslan lögð á traust og góð greiðslukjör fyrir viðskiptavininn. Slíkur banki myndi sópa að sér viðskiptum,“ segir stjórnarþingmaðurinn Elín Hirst.
Tengdar fréttir Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18