Sport

Gunnar verður ekki í aðalbardaganum í Dublin

Gunnar gengur í búrið í Las Vegas á dögunum.
Gunnar gengur í búrið í Las Vegas á dögunum. vísir/getty
Það varð ljóst í morgun að Gunnar Nelson verður ekki helsta aðdráttaraflið á UFC-kvöldi í Dublin þann 24. október.

UFC hefur tilkynnt að bardagi Írans Joseph Duffy og Dustin Poirier verði aðalbardagi kvöldsins. Margir áttu von á því að Gunnar yrði í aðalbardaganum en nú er ljóst að af því verður ekki.

Gunnar tjáði Vísi í Las Vegas á dögunum að hann myndi líklega keppa á þessu kvöldi í Dublin en það hefur samt ekki enn verið staðfest.

Hugsanlega verður bardagi hans sá næststærsti en það mun væntanlega allt koma í ljós á næstu dögum.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×