Þórður Rafn: Frábært að hafa loksins landað þessu Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 26. júlí 2015 18:57 Þórður fagnar hér sigrinum með kylfusvein sínum. Mynd/GSÍ „Þetta er frábær tilfinning. Ég er búinn að vera nálægt þessu undanfarin ár og það er frábært að hafa landað þessu loksins,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur, eftir að hafa sigrað Íslandsmótið í höggleik í karlaflokki. „Það hefði verið ansi slæmt að ná þessu ekki þetta árið og ég var ákveðinn að klára þetta í ár. Maður sá allar fyrirmyndir sínar í golfinu sem krakki með þennan og það er frábært að vera kominn í þennan hóp.“ Þórður lék þrjá hringi á mótinu undir pari og var hann sáttur með spilamennskuna á mótinu fyrir utan annan daginn. Setti hann nýtt mótsmet í leiðinni og bætti með því 51 árs gamalt mótsmet. „Ég lagði upp með að halda bara áfram með það sama. Á seinni níu holunum fór maður örlítið að passa sig því þetta var innan seilingar, ekki að gera nein heimskuleg mistök. Ég stefndi bara á parið og allir fuglar ofan á það voru bara bónus.“ Axel Bóasson var þremur höggum á eftir Þórði í upphafi dags en eftir að hafa fengið skramba á annarri holu var munurinn skyndilega kominn í fimm högg. Bætti Þórður við höggi á fjórðu holu og var munurinn kominn í sex högg og Axel náði aldrei að ógna Þórði eftir það. „Það hjálpaði vissulega til og létti pressuni á mér. Hann þurfti að sækja það sem eftir er hringsins og ég gat einbeitt mér að spila bara mitt golf. Ég var að spila mjög gott golf og gaf honum fá tækifæri á mér,“ sagði Þórður sem taldi að spilamennskan á Íslandsmótinu hefði verið besta frammistaða hans á ferlinum. „Þetta er besta mótið sem ég hef spilað. Ég spilaði mjög vel í Þýskalandi fyrir tveimur vikum og ég er strax búinn að bæta það sem er bara jákvætt. Það þýðir að spilamennskan er á réttri leið og ég fer í mótin úti með sjálfstraustið í botni. Það eru miklar framfarir á leiknum mínum og það er jákvætt að sjá það.“ Þórður átti sannkallað draumahögg á átjándu holu en hann setti boltann einfaldlega beint á pinnann, innan við metra frá holunni. „Þetta var ansi magnað, mér var sagt að hann hefði verið ansi nálægt því að fara ofan í. Ég miðaði bara á pinnann og það gekk svona vel,“ sagði Þórður sem vissi ekki hvernig fagnað yrði í kvöld. „Maður fær sér eitthvað sem maður á vel skilið,“ sagði Þórður léttur að lokum. Golf Tengdar fréttir Þórður Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki í fyrsta sinn Atvinnukylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn er hann lauk leik á 12 höggum undir pari á Garðavelli. 26. júlí 2015 17:30 Signý: Tilfinningin er ólýsanleg Signý hafði ekki hugmynd um að síðasta púttið hennar á mótinu hefði verið fyrir sigrinum 26. júlí 2015 18:34 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning. Ég er búinn að vera nálægt þessu undanfarin ár og það er frábært að hafa landað þessu loksins,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur, eftir að hafa sigrað Íslandsmótið í höggleik í karlaflokki. „Það hefði verið ansi slæmt að ná þessu ekki þetta árið og ég var ákveðinn að klára þetta í ár. Maður sá allar fyrirmyndir sínar í golfinu sem krakki með þennan og það er frábært að vera kominn í þennan hóp.“ Þórður lék þrjá hringi á mótinu undir pari og var hann sáttur með spilamennskuna á mótinu fyrir utan annan daginn. Setti hann nýtt mótsmet í leiðinni og bætti með því 51 árs gamalt mótsmet. „Ég lagði upp með að halda bara áfram með það sama. Á seinni níu holunum fór maður örlítið að passa sig því þetta var innan seilingar, ekki að gera nein heimskuleg mistök. Ég stefndi bara á parið og allir fuglar ofan á það voru bara bónus.“ Axel Bóasson var þremur höggum á eftir Þórði í upphafi dags en eftir að hafa fengið skramba á annarri holu var munurinn skyndilega kominn í fimm högg. Bætti Þórður við höggi á fjórðu holu og var munurinn kominn í sex högg og Axel náði aldrei að ógna Þórði eftir það. „Það hjálpaði vissulega til og létti pressuni á mér. Hann þurfti að sækja það sem eftir er hringsins og ég gat einbeitt mér að spila bara mitt golf. Ég var að spila mjög gott golf og gaf honum fá tækifæri á mér,“ sagði Þórður sem taldi að spilamennskan á Íslandsmótinu hefði verið besta frammistaða hans á ferlinum. „Þetta er besta mótið sem ég hef spilað. Ég spilaði mjög vel í Þýskalandi fyrir tveimur vikum og ég er strax búinn að bæta það sem er bara jákvætt. Það þýðir að spilamennskan er á réttri leið og ég fer í mótin úti með sjálfstraustið í botni. Það eru miklar framfarir á leiknum mínum og það er jákvætt að sjá það.“ Þórður átti sannkallað draumahögg á átjándu holu en hann setti boltann einfaldlega beint á pinnann, innan við metra frá holunni. „Þetta var ansi magnað, mér var sagt að hann hefði verið ansi nálægt því að fara ofan í. Ég miðaði bara á pinnann og það gekk svona vel,“ sagði Þórður sem vissi ekki hvernig fagnað yrði í kvöld. „Maður fær sér eitthvað sem maður á vel skilið,“ sagði Þórður léttur að lokum.
Golf Tengdar fréttir Þórður Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki í fyrsta sinn Atvinnukylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn er hann lauk leik á 12 höggum undir pari á Garðavelli. 26. júlí 2015 17:30 Signý: Tilfinningin er ólýsanleg Signý hafði ekki hugmynd um að síðasta púttið hennar á mótinu hefði verið fyrir sigrinum 26. júlí 2015 18:34 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þórður Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki í fyrsta sinn Atvinnukylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn er hann lauk leik á 12 höggum undir pari á Garðavelli. 26. júlí 2015 17:30
Signý: Tilfinningin er ólýsanleg Signý hafði ekki hugmynd um að síðasta púttið hennar á mótinu hefði verið fyrir sigrinum 26. júlí 2015 18:34