Þórður: Var harðákveðinn í að gera betur í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júlí 2015 18:35 Þórður Rafn. Vísir/getty „Þetta var mjög góður hringur, ég var slakur í gær og ég var harðákveðinn í að gera betur í dag,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sáttur við blaðamann eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í golfi í dag. „Ég lenti nokkrum sinnum í því að eiga eftir erfið pútt fyrir pari en ég náði alltaf að setja niður púttin og halda áfram þessu tempói sem var í spilamennskunni allan hringinn.“ Þórður jafnaði vallarmetið af hvítum teig í dag en hann var hæstánægður að hafa náð því. „Það er mjög gott, ég vissi af því og hver ætti það. Maggi Lár (innsk. blm. Magnús Lárusson, kylfingur úr GJÓ), félagi minn, sem átti metið einn sat í stúkunni þegar síðasta púttið datt. Það var gaman að sjá viðbrögðin hans.“ Þrátt fyrir spilamennskuna í dag var Þórður hógvær í svörum og minnti á að enn væru átján holur eftir. „Það eru átján holur eftir, ég verð bara að halda áfram á mínu striki og þetta er fljótt að breytast. Þeir geta skyndilega sótt að manni á sama tíma og maður getur misst taktinn á sömu holu svo ég verð að vera tilbúinn.“ Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Þetta var mjög góður hringur, ég var slakur í gær og ég var harðákveðinn í að gera betur í dag,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sáttur við blaðamann eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í golfi í dag. „Ég lenti nokkrum sinnum í því að eiga eftir erfið pútt fyrir pari en ég náði alltaf að setja niður púttin og halda áfram þessu tempói sem var í spilamennskunni allan hringinn.“ Þórður jafnaði vallarmetið af hvítum teig í dag en hann var hæstánægður að hafa náð því. „Það er mjög gott, ég vissi af því og hver ætti það. Maggi Lár (innsk. blm. Magnús Lárusson, kylfingur úr GJÓ), félagi minn, sem átti metið einn sat í stúkunni þegar síðasta púttið datt. Það var gaman að sjá viðbrögðin hans.“ Þrátt fyrir spilamennskuna í dag var Þórður hógvær í svörum og minnti á að enn væru átján holur eftir. „Það eru átján holur eftir, ég verð bara að halda áfram á mínu striki og þetta er fljótt að breytast. Þeir geta skyndilega sótt að manni á sama tíma og maður getur misst taktinn á sömu holu svo ég verð að vera tilbúinn.“
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira