Lífið

Sumarlífið: Folfarar spiluðu í fyrsta skipti með forgjöf

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Frisbígolf eða folf er almenningsíþrótt þar sem liðsheild er tekin fram yfir keppni og allir eru velkomnir. Að þessu komst Ósk Gunnarsdóttir þegar Sumarlífið tók púlsinn á stærsta frisbígolfmóti sumarsins – því eina þar sem notast er við forgjöf.

Það var vel tekið á móti Ósk þrátt fyrir að hún hafi ekki kunnað staf í reglum íþróttarinnar eins og sjá má í upphafi myndbandsins. Fimmtíu íslenskar konur sóttu námskeið hjá finnskri folfkonu sem er heimsþekkt í faginu í sumar en stelpur í folfi æfa saman einu sinni í viku og eru allar konur velkomnar.

Hér að ofan má sjá Ósk kynna sér íþróttina. Frisbígolf er blanda af frisbí og golfi og var íþróttin mótuð á áttunda áratug síðustu aldar.


Tengdar fréttir

Folf er allt öðruvísi en golf

„Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pælingar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×