Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júlí 2015 07:30 Björgvin slær hér upphafshögg. Vísir/GVA Björgvin Þorsteinsson sem hefur sex sinnum staðið uppi sem Íslandsmeistari tekur um helgina í þátt í Íslandsmótinu í 53. skiptið í röð. Hann sótti um sérsaklega að fá að nota golfbíl á mótinu í ljósi þess að hann sé að berjast við krabbamein en mótastjórn Íslandsmótið hafnaði því. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við Morgunblaðið í dag. Björgvin segir frá því að hann hafi sótt um að fá að nota golfbíl í ljósi þess að hann sé í lyfjameðferð síðan í byrjun maí sem gerir honum erfitt með gang. Þrátt fyrir að beiðni Björgvins hafi verið hafnað segist hann þó ætla að taka þátt í mótinu. „Ég ætla að spila, þetta svar kemur mér í raun ekki á óvart í ljósi afstöðu GSÍ gagnvart stráknum í Mosfellsbæ en ég vildi láta á þetta reyna. Það var illa farið með hann,“ sagði Björgvin sem vitnaði í ákvörðun GSÍ eftir að Kári Örn Hinriksson sótti um heimild fyrir notkun golfbíls á Eimskipsmótaröðinni. Kári Örn berst við krabbamein og gat ekki tekið þátt á heimavelli sínum án golfbíls en hafnaði GSÍ beiðni hans á þeim grundvelli að það myndi opna á það að fleiri keppendur gætu beðið um bíl síðar. Björgvin staðfesti síðar við Morgunblaðið að hann ætlaði að gera sitt besta um helgina þrátt fyrir synjun Golfsambandsins en hann hefur leik klukkan 09.20 upp á Skaga. „Ég ætla að ganga eins og ég get og láta á það reyna hvort ég geti klárað. Það fer eflaust að síga í á morgun en ég mun reyna að komast í gegnum niðurskurðinn eins og mér tókst í fyrra,“ sagði fyrrum Íslandsmeistarinn. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Björgvin Þorsteinsson sem hefur sex sinnum staðið uppi sem Íslandsmeistari tekur um helgina í þátt í Íslandsmótinu í 53. skiptið í röð. Hann sótti um sérsaklega að fá að nota golfbíl á mótinu í ljósi þess að hann sé að berjast við krabbamein en mótastjórn Íslandsmótið hafnaði því. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við Morgunblaðið í dag. Björgvin segir frá því að hann hafi sótt um að fá að nota golfbíl í ljósi þess að hann sé í lyfjameðferð síðan í byrjun maí sem gerir honum erfitt með gang. Þrátt fyrir að beiðni Björgvins hafi verið hafnað segist hann þó ætla að taka þátt í mótinu. „Ég ætla að spila, þetta svar kemur mér í raun ekki á óvart í ljósi afstöðu GSÍ gagnvart stráknum í Mosfellsbæ en ég vildi láta á þetta reyna. Það var illa farið með hann,“ sagði Björgvin sem vitnaði í ákvörðun GSÍ eftir að Kári Örn Hinriksson sótti um heimild fyrir notkun golfbíls á Eimskipsmótaröðinni. Kári Örn berst við krabbamein og gat ekki tekið þátt á heimavelli sínum án golfbíls en hafnaði GSÍ beiðni hans á þeim grundvelli að það myndi opna á það að fleiri keppendur gætu beðið um bíl síðar. Björgvin staðfesti síðar við Morgunblaðið að hann ætlaði að gera sitt besta um helgina þrátt fyrir synjun Golfsambandsins en hann hefur leik klukkan 09.20 upp á Skaga. „Ég ætla að ganga eins og ég get og láta á það reyna hvort ég geti klárað. Það fer eflaust að síga í á morgun en ég mun reyna að komast í gegnum niðurskurðinn eins og mér tókst í fyrra,“ sagði fyrrum Íslandsmeistarinn.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira