Zach Johnson sigraði á Opna breska eftir dramatískan lokahring 20. júlí 2015 19:04 Johnson fagnar fugli á lokaholunni í dag. Getty Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist á St. Andrews í kvöld var gríðarlega spennandi en margir kylfingar skiptust á forystunni á seinni níu holunum og að lokum þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslitin. Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson, Ástralinn Mark Leishman og Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen léku best og enduðu á 15 höggum undir pari og þurftu því að leika fjórar holur til þess að skera úr um titilinn. Bráðabaninn var líka spennandi fram á síðasta pútt þar sem Louis Oosthuizen missti rúmlega tvo metra fyrir fugli sem tryggði Zach Johnson sigurinn, en hann lék holurnar fjórar á einu höggi undir pari. Þetta er annar risatitill Johnson sem sigraði einnig á Masters mótinu árið 2007 en hann er talinn einn sá besti í stutta spilinu á PGA-mótaröðinni þrátt fyrir vera frekar höggstuttur.Jordan Spieth var grátlega nálægt því að tryggja sér sinn þriðja risatitil í röð en hann endaði á 14 höggum undir pari eftir að hafa fengið leiðinlegan skolla á 17. holu. Annar sem rétt missti af tækifærinu þetta árið var Jason Day en hann endaði eins og Spieth á 14 höggum undir pari, aðeins einu á eftir efstu mönnum. Þá voru augu margra á írska áhugamanninum Paul Dunne sem leiddi á 12 höggum undir pari fyrir lokahringinn en hann lét pressuna alveg fara með sig og lék lokahringinn á 78 höggum eða sex yfir pari. Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist á St. Andrews í kvöld var gríðarlega spennandi en margir kylfingar skiptust á forystunni á seinni níu holunum og að lokum þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslitin. Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson, Ástralinn Mark Leishman og Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen léku best og enduðu á 15 höggum undir pari og þurftu því að leika fjórar holur til þess að skera úr um titilinn. Bráðabaninn var líka spennandi fram á síðasta pútt þar sem Louis Oosthuizen missti rúmlega tvo metra fyrir fugli sem tryggði Zach Johnson sigurinn, en hann lék holurnar fjórar á einu höggi undir pari. Þetta er annar risatitill Johnson sem sigraði einnig á Masters mótinu árið 2007 en hann er talinn einn sá besti í stutta spilinu á PGA-mótaröðinni þrátt fyrir vera frekar höggstuttur.Jordan Spieth var grátlega nálægt því að tryggja sér sinn þriðja risatitil í röð en hann endaði á 14 höggum undir pari eftir að hafa fengið leiðinlegan skolla á 17. holu. Annar sem rétt missti af tækifærinu þetta árið var Jason Day en hann endaði eins og Spieth á 14 höggum undir pari, aðeins einu á eftir efstu mönnum. Þá voru augu margra á írska áhugamanninum Paul Dunne sem leiddi á 12 höggum undir pari fyrir lokahringinn en hann lét pressuna alveg fara með sig og lék lokahringinn á 78 höggum eða sex yfir pari.
Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira