Spieth ætlar sér á spjöld sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júlí 2015 12:00 Jordan Spieth er við það að komast á spjöld sögunnar. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth á möguleika í dag að koma sér í sögubækurnar með því að vinna sitt þriðja risamót í röð. Engum hefur tekist það síðan að Ben Hogan gerði það fyrir 62 árum síðan. Aðeins tveimur kylfingum hefur tekist að vinna meira en tíu risamót á ferlinum - þeim Jack Nicklaus og Tiger Woods. Hvorugum tókst þó að vinna þrjú í röð en Spieth, sem er 21 árs gamall, á góðan möguleika á ná þeim áfanga í dag. Hann spilaði á 66 höggum á þriðja keppnisdegi og er nú aðeins einu höggi á eftir fremstu mönnum. Þrír deila forystunni fyrir lokahringinn í dag - Louis Oosthuizen, Jason Day og írski áhugamaðurinn Paul Dunne. „Ég ætla að spila til sigurs. Ég hef engan áhuga á að vera í þriðja sæti,“ sagði Spieth í gær. „Ég mun spila mitt golf og vera þolinmóður. Ég ætla að reyna að komast í forystu en til þess þarf ég að vera ákveðinn.“ „Ég hef í raun engu að tapa. Það er allt í lagi ef mér tekst ekki að vinna á morgun. Það veitir mér í raun frelsi til að taka smá áhættu.“ Engum hefur tekist að vinna öll fjögur stórmótin sama árið eftir að Masters-mótið var sett á stofn.Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12.30 í dag en Spieth, sem er í ráshópi með Jason Day, hefur keppni klukkan 13.20. Oosthuizen og Dunne fara svo síðastir út klukkan 13.30. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth á möguleika í dag að koma sér í sögubækurnar með því að vinna sitt þriðja risamót í röð. Engum hefur tekist það síðan að Ben Hogan gerði það fyrir 62 árum síðan. Aðeins tveimur kylfingum hefur tekist að vinna meira en tíu risamót á ferlinum - þeim Jack Nicklaus og Tiger Woods. Hvorugum tókst þó að vinna þrjú í röð en Spieth, sem er 21 árs gamall, á góðan möguleika á ná þeim áfanga í dag. Hann spilaði á 66 höggum á þriðja keppnisdegi og er nú aðeins einu höggi á eftir fremstu mönnum. Þrír deila forystunni fyrir lokahringinn í dag - Louis Oosthuizen, Jason Day og írski áhugamaðurinn Paul Dunne. „Ég ætla að spila til sigurs. Ég hef engan áhuga á að vera í þriðja sæti,“ sagði Spieth í gær. „Ég mun spila mitt golf og vera þolinmóður. Ég ætla að reyna að komast í forystu en til þess þarf ég að vera ákveðinn.“ „Ég hef í raun engu að tapa. Það er allt í lagi ef mér tekst ekki að vinna á morgun. Það veitir mér í raun frelsi til að taka smá áhættu.“ Engum hefur tekist að vinna öll fjögur stórmótin sama árið eftir að Masters-mótið var sett á stofn.Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12.30 í dag en Spieth, sem er í ráshópi með Jason Day, hefur keppni klukkan 13.20. Oosthuizen og Dunne fara svo síðastir út klukkan 13.30.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira