Tiger neitar að hafa rekið þjálfarann sinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. júlí 2015 20:00 Tiger púttar hér á Quicken Loans National mótinu. Vísir/getty Tiger Woods segir að það sé ekki rétt að hann hafi rekið sveifluþjálfarann sinn, Chris Como eftir Opna breska meistaramótið. Fjölmiðlar ytra greindu frá því að hann hefði ákveðið að segja upp samstarfi sínu við Como eftir að hafa misst af niðurskurðinum á tveimur stórmótum í röð. Tiger sem hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár ákvað að fá Como til að aðstoða sig í nóvember síðastliðnum í von um að ná að laga spilamennsku sína. Missti hann í fyrsta sinn á ferlinum af niðurskurðinum á tveimur stórmótum í röð á dögunum sem hefur leitt til þess að hann hefur fallið niður í 266. sæti á styrkleikalistanum í golfi. Hefur hann ekki náð sér á strik á ný allt frá því að upp komst um líf hans utan hjónabandsins árið 2009 en þá kom í ljós að hann hefði haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren, til margra ára. Tiger sat fyrir svörum blaðamanna eftir fyrsta hring á Quicken Loans National mótinu en Tiger lauk fyrsta degi á 68 höggum, þremur höggum undir pari, þar sem hann neitaði að hafa rekið Como sem var hvergi sjáanlegur á svæðinu. Umboðsmaður Tigers tók í sama streng og sagðist vera að heyra af þessu fyrst frá fréttamönnunum. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods segir að það sé ekki rétt að hann hafi rekið sveifluþjálfarann sinn, Chris Como eftir Opna breska meistaramótið. Fjölmiðlar ytra greindu frá því að hann hefði ákveðið að segja upp samstarfi sínu við Como eftir að hafa misst af niðurskurðinum á tveimur stórmótum í röð. Tiger sem hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár ákvað að fá Como til að aðstoða sig í nóvember síðastliðnum í von um að ná að laga spilamennsku sína. Missti hann í fyrsta sinn á ferlinum af niðurskurðinum á tveimur stórmótum í röð á dögunum sem hefur leitt til þess að hann hefur fallið niður í 266. sæti á styrkleikalistanum í golfi. Hefur hann ekki náð sér á strik á ný allt frá því að upp komst um líf hans utan hjónabandsins árið 2009 en þá kom í ljós að hann hefði haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren, til margra ára. Tiger sat fyrir svörum blaðamanna eftir fyrsta hring á Quicken Loans National mótinu en Tiger lauk fyrsta degi á 68 höggum, þremur höggum undir pari, þar sem hann neitaði að hafa rekið Como sem var hvergi sjáanlegur á svæðinu. Umboðsmaður Tigers tók í sama streng og sagðist vera að heyra af þessu fyrst frá fréttamönnunum.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira