Lamaðist í skiðaslysi fyrir fjórum árum en spilar fótbolta í Pepsi-deildinni í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2015 21:58 Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. Fanney, sem var landsliðskona á skíðum, skíðaði á tré þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi á aðfangadag 2011 og lamaðist fyrir neðan háls. Hún brotnaði m.a. á hrygg og hálsi en í kjölfar vel heppnaðrar aðgerðar á Ullevål-sjúkrahúsinu í Osló fékk hún aftur hreyfigetu í fingur og fætur. „Ég hálsbrotnaði og svo brotnaði eitthvað aðeins neðar í bakinu líka. Þegar ég brotna á hálsinum mynduðust bólgur en þegar þær fóru að hjaðna fékk ég máttinn aftur í líkamann og gat byrjað að hreyfa mig aftur,“ sagði Fanney í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið taka mig langan tíma að komast á þann stað sem ég er á í dag. Flestir læknar myndu segja að þetta væri algjört kraftaverk,“ bætti Fanney við en hún var blessunarlega með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fanney segir stöðuna á sér í dag vera fína, miðað við allt og allt. „Mér finnst hún vera ágæt. Það versta er að ég fæ stundum vöðvabólgu en það er ekki hægt að kvarta yfir því. Mér finnst ég vera í mjög góðu formi, allavega miðað við aðstæður, og finnst ég vera búin að ná mér eftir þetta slys.“ Þrátt fyrir slysið segist Fanney ekki hætt að fara á skíði. „Ég myndi aldrei fórna því að fara aftur á skíði og fer reglulega. Þegar ég byrjaði í fótboltanum af fullum krafti fækkaði skíðaferðunum en það er alltaf ótrúlega gaman að fara á skíði,“ sagði Fanney en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00 Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15 Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00 Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00 Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. Fanney, sem var landsliðskona á skíðum, skíðaði á tré þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi á aðfangadag 2011 og lamaðist fyrir neðan háls. Hún brotnaði m.a. á hrygg og hálsi en í kjölfar vel heppnaðrar aðgerðar á Ullevål-sjúkrahúsinu í Osló fékk hún aftur hreyfigetu í fingur og fætur. „Ég hálsbrotnaði og svo brotnaði eitthvað aðeins neðar í bakinu líka. Þegar ég brotna á hálsinum mynduðust bólgur en þegar þær fóru að hjaðna fékk ég máttinn aftur í líkamann og gat byrjað að hreyfa mig aftur,“ sagði Fanney í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið taka mig langan tíma að komast á þann stað sem ég er á í dag. Flestir læknar myndu segja að þetta væri algjört kraftaverk,“ bætti Fanney við en hún var blessunarlega með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fanney segir stöðuna á sér í dag vera fína, miðað við allt og allt. „Mér finnst hún vera ágæt. Það versta er að ég fæ stundum vöðvabólgu en það er ekki hægt að kvarta yfir því. Mér finnst ég vera í mjög góðu formi, allavega miðað við aðstæður, og finnst ég vera búin að ná mér eftir þetta slys.“ Þrátt fyrir slysið segist Fanney ekki hætt að fara á skíði. „Ég myndi aldrei fórna því að fara aftur á skíði og fer reglulega. Þegar ég byrjaði í fótboltanum af fullum krafti fækkaði skíðaferðunum en það er alltaf ótrúlega gaman að fara á skíði,“ sagði Fanney en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00 Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15 Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00 Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00 Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00
Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15
Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00
Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00
Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00