Skrautlegt ár hjá Allenby 30. júlí 2015 17:30 Allenby ásamt Middlemo kylfusveini. vísir/getty Árið 2015 hefur verið einstaklega skrítið hjá ástralska kylfingnum Robert Allenby. Árið byrjaði með látum í janúar þegar hann var búinn með tvo hringi á móti í Hawaii. Þá hélt Allenby því fram að honum hefði verið rænt. Hann hefði síðan verið laminn og hent út úr bíl á ferð. Hið meinta mannrán átti sér stað á bar í Hawaii og vitni hafa dregið sögu Allenby í efa. Eitt vitni sagðist hafa séð hann að sumbli með tveimur heimilislausum mönnum rétt hjá barnum og þá hefði andlitið á honum þegar verið skaddað. Hann var frekar illa farinn í andlitinu er hann kom í viðtal vegna málsins daginn eftir. Um síðustu helgi ákvað Allenby síðan að reka kylfusvein sinn, Mick Middlemo, í miðjum hring á móti í Kanada. Hann kenndi kylfusveininum um er hann sló út í vatn. Sagði kylfusveininn hafa mælt með rangri kylfu. Þeir hnakkrifust á vellinum og Allenby sagði honum svo að koma sér burt. Áhorfandi sá um að bera kylfurnar síðustu holurnar á hringnum. Middlemo er allt annað en sáttur við framkomu Allenby og hefur farið í fjölmiðla og tjáð þeim að Allenby hafi alls ekki verið rænt. Andlit hans hafi líklega skaddast þar sem hann hafi verið dauðadrukkinn og dottið. Málið hefur aldrei verið til lykta leitt og það eina sem er staðfest er að einhver rændi veskinu hans þetta örlagaríka kvöld á Hawaii. Maður var handtekinn er hann reyndi að kaupa dýrt úr fyrir kortið hans Allenby. Golf Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Árið 2015 hefur verið einstaklega skrítið hjá ástralska kylfingnum Robert Allenby. Árið byrjaði með látum í janúar þegar hann var búinn með tvo hringi á móti í Hawaii. Þá hélt Allenby því fram að honum hefði verið rænt. Hann hefði síðan verið laminn og hent út úr bíl á ferð. Hið meinta mannrán átti sér stað á bar í Hawaii og vitni hafa dregið sögu Allenby í efa. Eitt vitni sagðist hafa séð hann að sumbli með tveimur heimilislausum mönnum rétt hjá barnum og þá hefði andlitið á honum þegar verið skaddað. Hann var frekar illa farinn í andlitinu er hann kom í viðtal vegna málsins daginn eftir. Um síðustu helgi ákvað Allenby síðan að reka kylfusvein sinn, Mick Middlemo, í miðjum hring á móti í Kanada. Hann kenndi kylfusveininum um er hann sló út í vatn. Sagði kylfusveininn hafa mælt með rangri kylfu. Þeir hnakkrifust á vellinum og Allenby sagði honum svo að koma sér burt. Áhorfandi sá um að bera kylfurnar síðustu holurnar á hringnum. Middlemo er allt annað en sáttur við framkomu Allenby og hefur farið í fjölmiðla og tjáð þeim að Allenby hafi alls ekki verið rænt. Andlit hans hafi líklega skaddast þar sem hann hafi verið dauðadrukkinn og dottið. Málið hefur aldrei verið til lykta leitt og það eina sem er staðfest er að einhver rændi veskinu hans þetta örlagaríka kvöld á Hawaii. Maður var handtekinn er hann reyndi að kaupa dýrt úr fyrir kortið hans Allenby.
Golf Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira