Fyrsti körfuboltalandsleikurinn á Suðurlandi í tvo áratugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 17:45 Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Andri Marinó Íslenska körfuboltalandsliðið er komið á fulla ferð í lokaundirbúningi sínum fyrir Evrópumótið en riðill Íslands fer fram í Berlín í næsta mánuði. Íslenska liðið leikur fyrsta undirbúningsleik sinn í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í æfingaleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltalandsliðið spilar á Suðurlandi og í raun eru liðnir tveir áratugir síðan að það gerðist síðast. Íslenska landsliði mætti þá Englandi í Hveragerði í lok ársins 1994. Sá leikur endaði reyndar aldrei eftir mikinn slagsmálaleik sem var sá þriðji hjá liðum á þremur dögum. Ísland og England höfðu bæði fagnað sigri í fyrstu tveimur leikjunum, Ísland vann fyrsta leikinn í Keflavík en Bretar unnu annan leikinn í Smáranum daginn eftir. Þriðji leikurinn fór síðan fram í Hveragerði 29. desember 1994. Ísland var komið yfir á lokakaflanum og þegar 24 sekúndur voru eftir var brotið á Herberti Arnarsyni og fékk hann tvö skot. Herbert skoraði úr fyrra vítinu og kom íslenska liðinu í 105-101 en Herbert fékk aldrei tækifæri til að taka síðara vítið. Aðstoðarmaður Lazlo Nemeth, þjálfara enska liðsins, var þá rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið leikhlé fyrir vítið og í framhaldi af því var Nemeth rekinn út úr húsi fyrir að bregðast harkalega við þeirri ákvörðun. Í framhaldinu gekk allt enska liðið af velli og leikurinn var flautaður af. Þetta verður jafnframt aðeins annar landsleikurinn sem fer fram í Þorlákshöfn en Ísland vann frábæran 32 stiga sigur á Austurríkismönnum, 99-67, þegar var spilað þar síðan í apríl 1991. Falur Harðarson var þá stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Tveir síðustu leikir á Suðurlandi hafa unnist og nú er að sjá hvort íslensku strákarnir haldi sigurgöngunni á Suðurlandi áfram á móti Hollandi í kvöld. Hollendingar eru eins og Íslendingar á leiðinni á EM og því er von á flottum og skemmtilegum leik. Í hollenska hópnum eru meðal annars fyrrum NBA-leikmaðurinn og fyrrum samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar tveir íslandsvinir sem hafa leikið hér á landi. KR-ingurinn Jason Dourisseau (2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og eru þeir báðir á leið til landsins að nýju.Körfuboltalandsleikir á Suðurlandi:29. desember 1994 - Hveragerði 105-101 sigur á Englandi (Guðmundur Bragason 24 stig, Herbert Arnarson 21 stig, Valur Ingimundarson 15 stig)24. apríl 1991 - Þorlákshöfn 99-67 sigur á Austurríki (Falur Harðarson 19 stig, Valur Ingimundarson 12 stig, Guðni Guðnason 12 stig, Guðjón Skúlason 12 stig)29. desember 1981 - Selfoss 70-77 tap fyrir Hollandi (Símon Ólafsson 19 stig, Valur Ingimundarson 16 stig)23. mars 1980 - Selfoss 64-67 tap fyrir Armeníu (Pétur Guðmundsson 22 stig, Símon Ólafsson 9 stig) EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er komið á fulla ferð í lokaundirbúningi sínum fyrir Evrópumótið en riðill Íslands fer fram í Berlín í næsta mánuði. Íslenska liðið leikur fyrsta undirbúningsleik sinn í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í æfingaleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltalandsliðið spilar á Suðurlandi og í raun eru liðnir tveir áratugir síðan að það gerðist síðast. Íslenska landsliði mætti þá Englandi í Hveragerði í lok ársins 1994. Sá leikur endaði reyndar aldrei eftir mikinn slagsmálaleik sem var sá þriðji hjá liðum á þremur dögum. Ísland og England höfðu bæði fagnað sigri í fyrstu tveimur leikjunum, Ísland vann fyrsta leikinn í Keflavík en Bretar unnu annan leikinn í Smáranum daginn eftir. Þriðji leikurinn fór síðan fram í Hveragerði 29. desember 1994. Ísland var komið yfir á lokakaflanum og þegar 24 sekúndur voru eftir var brotið á Herberti Arnarsyni og fékk hann tvö skot. Herbert skoraði úr fyrra vítinu og kom íslenska liðinu í 105-101 en Herbert fékk aldrei tækifæri til að taka síðara vítið. Aðstoðarmaður Lazlo Nemeth, þjálfara enska liðsins, var þá rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið leikhlé fyrir vítið og í framhaldi af því var Nemeth rekinn út úr húsi fyrir að bregðast harkalega við þeirri ákvörðun. Í framhaldinu gekk allt enska liðið af velli og leikurinn var flautaður af. Þetta verður jafnframt aðeins annar landsleikurinn sem fer fram í Þorlákshöfn en Ísland vann frábæran 32 stiga sigur á Austurríkismönnum, 99-67, þegar var spilað þar síðan í apríl 1991. Falur Harðarson var þá stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Tveir síðustu leikir á Suðurlandi hafa unnist og nú er að sjá hvort íslensku strákarnir haldi sigurgöngunni á Suðurlandi áfram á móti Hollandi í kvöld. Hollendingar eru eins og Íslendingar á leiðinni á EM og því er von á flottum og skemmtilegum leik. Í hollenska hópnum eru meðal annars fyrrum NBA-leikmaðurinn og fyrrum samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar tveir íslandsvinir sem hafa leikið hér á landi. KR-ingurinn Jason Dourisseau (2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og eru þeir báðir á leið til landsins að nýju.Körfuboltalandsleikir á Suðurlandi:29. desember 1994 - Hveragerði 105-101 sigur á Englandi (Guðmundur Bragason 24 stig, Herbert Arnarson 21 stig, Valur Ingimundarson 15 stig)24. apríl 1991 - Þorlákshöfn 99-67 sigur á Austurríki (Falur Harðarson 19 stig, Valur Ingimundarson 12 stig, Guðni Guðnason 12 stig, Guðjón Skúlason 12 stig)29. desember 1981 - Selfoss 70-77 tap fyrir Hollandi (Símon Ólafsson 19 stig, Valur Ingimundarson 16 stig)23. mars 1980 - Selfoss 64-67 tap fyrir Armeníu (Pétur Guðmundsson 22 stig, Símon Ólafsson 9 stig)
EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira