Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 0-4 | Öruggt hjá meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar 6. ágúst 2015 16:28 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Andri Marinó Stjarnan minnkaði forskot Breiðabliks á toppi Pepsi-deildar kvenna niður í eitt mark með 0-4 stórsigri á Val á Laugardalsvellinum í kvöld. Blikar eiga leik inni en ljóst er að Stjörnukonur ætla ekki að gefa Íslandsmeistaratitilinn eftir baráttulaust. Liðin mætast 21. ágúst en sá leikur mun eflaust hafa mikið að segja um niðurstöðu Íslandsmótsins. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar í stífri sjö leikja törn í ágúst en liðið á laugardagsmorguninn heldur liðið út til Kýpur þar sem það tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjörnukonur voru sterkari aðilinn í kvöld og virtust ekki þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum gegn Valsliði sem hefur tapað þremur af fjórum síðustu leikjum sínum. Stjarnan tefldi fram nýjum leikmanni, hinni brasilísku Poliönu Barbosa Medeiros, sem spilaði á hægri kantinum. Hún átti góðan leik en það var landa hennar, Francielle Manoel Alberto, sem var mest áberandi í sóknarleik Stjörnunnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hún skoraði fyrra markið á 22. mínútu þegar hún nýtti sér mistök Lilju Daggar Valþórsdóttur og setti boltann af öryggi framhjá Þórdísi Maríu Aikman. Þetta var fimmta mark Francielle í fjórum leikjum síðan hún kom til Stjörnunnar í síðasta mánuði. Meistararnir höfðu sem áður segir talsverða yfirburði en Stjörnukonur voru þó heppnar að lenda ekki undir á 40. mínútu þegar Katia Maanane slapp í gegn eftir sendingu Mariju Radojicic en Sandra Sigurðardóttir varði vel. Um mínútu síðar lá boltinn í marki Vals. Eftir hraða sókn gestanna lagði Rúna Sif Stefánsdóttir boltann þvert fyrir markið á Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði af stuttu færi, sitt tíunda deildarmark í sumar. Harpa fékk svo dauðafæri til að bæta við marki á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hún komst ein í gegn eftir stungusendingu Francielle en Þórdís varði vel. Staðan var 0-2 í hálfleik en Valskonur fengu annað upplagt færi eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik til að minnka muninn en Írunn Þorbjörg Aradóttir bjargaði á línu frá Hildi Antonsdóttur. Færið kom eftir góðan sprett Maanane sem hristi Önnu Björk Kristjánsdóttur af sér og sendi boltann svo fyrir á Hildi sem hefði átt að gera betur. Sú litla von sem Valur átti fauk út í buskann þegar Poliana skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna í sínum fyrsta leik fyrir félagið á 59. mínútu. Harpa vippaði boltanum þá glæsilega inn fyrir Valsvörnina á Poliönu sem lyfti boltanum yfir Þórdísi og setti hann svo í opið markið. Og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Harpa sitt annað mark eftir gullfallega sókn Stjörnunnar og sendingu Rúnu Sifjar. Þar með var leik lokið. Stjarnan lét fjögur mörk duga og fagnaði að lokum öruggum sigri sem er gott veganesti fyrir Kýpurförina.Ólafur: Úti á vellinum voru liðin áþekk Þrátt fyrir 0-4 tap fyrir Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar í kvöld var Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, ekki ósáttur með leik síns liðs. Stjarnan komst í 0-1 á 22. mínútu en á þeirri 40. fengu Valskonur dauðafæri sem ekki nýttist. Í staðinn fóru Stjörnukonur í sókn og juku muninn í 0-2. Ólafur segir þessa mínútu hafa skipt sköpum í kvöld. "Já, það má alveg segja það," sagði Ólafur sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Vals. "Mér fannst við vera að spila vel og úti á vellinum voru liðin áþekk. En það eru mikil gæði í liði Stjörnunnar og þær klára færi og hálffæri sem við gerðum ekki. "En ég lít svona meira á frammistöðuna hjá okkur, því mér fannst við spila vel og við byggjum ofan á það." Serbneski framherjinn Marijia Radojicic lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld og átti lipra spretti. Ólafur kvaðst sáttur með hennar frammistöðu. "Mér fannst hún bara ágæt. Hún er greinilega ekki í eins góðu formi og við vildum en það býr margt í henni og hún er góð í fótbolta," sagði Ólafur en umrædd Marija orðin hálf bensínlaus undir lok leiksins. Valur er í 4. sæti deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir. Ólafur lítur hýru auga til 3. sætisins en fyrstu tvo eru frátekin fyrir Stjörnuna og Breiðablik. "Við viljum halda okkur eins ofarlega og hægt er," sagði Ólafur en hann staðfesti að Valur myndi leika þá tvo heimaleiki sem liðið á eftir á Laugardalsvellinum en sem kunnugt er standa framkvæmdir yfir á Vodafone-vellinum. "Já, við gerum það. Það er rosa gaman að spila hérna en þetta er samt ekkert okkar heimavöllur," sagði Ólafur en upphaflega stóð til að Valsliðið myndi spila á æfingasvæði félagsins á Hlíðarenda.Ásgerður: Erum með frábæran markmann "Við erum þokkalega sáttar með að halda hreinu og skora fjögur mörk," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir öruggan 0-4 sigur á Val í kvöld. "Við byrjuðum ekki nógu vel en eftir að við skoruðum fyrsta markið fannst mér við taka öll völd á vellinum og þriðja markið kláraði leikinn endanlega," sagði Ásgerður en Sandra Sigurðardóttir kom Stjörnunni reyndar til bjargar í stöðunni 0-1 þegar hún varði frá Katiu Maanane í dauðafæri. Innan við mínútu seinna var staðan orðin 0-2, Stjörnunni í vil. "Við erum með frábæran markmann og hún hélt stöðunni 0-1 og við refsuðum eins og góð lið gera." Stjarnan frumsýndi tvo nýja leikmenn í kvöld, Rachel Pitman og brasilísku landsliðskonuna Poliönu Barbosa Medeiros sem gerði þriðja mark liðsins. Landa hennar, Francielle Manoel Alberto, átti einnig flottan leik og var einnig á skotskónum. "Þær hafa komið mjög vel inn í liðið," sagði Ásgerður. "Þessi brasilíska landsliðskona er sterk, hún er búin að spila tæpa 40 landsleiki fyrir Brasilíu og þá býst maður við því að hún sé góð. Og hún hefur staðið undir þeim væntingum sem við gerðum til hennar. "Francielle er líka frábær leikmaður og þótt maður taki kannski ekki alltaf eftir því sem hún gerir á vellinum kemur hún með gæði inn í liðið," sagði Ásgerður en Stjarnan heldur til Kýpur á laugardagsmorgun þar sem liðið tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. "Þetta er leiðinlegt ferðalag og við þurfum að fara í tveimur hópum en þetta er spennandi og skemmtilegt verkefni sem við hlökkum til að takast á við. Við ætlum okkur upp úr riðlinum," sagði Ásgerður að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Stjarnan minnkaði forskot Breiðabliks á toppi Pepsi-deildar kvenna niður í eitt mark með 0-4 stórsigri á Val á Laugardalsvellinum í kvöld. Blikar eiga leik inni en ljóst er að Stjörnukonur ætla ekki að gefa Íslandsmeistaratitilinn eftir baráttulaust. Liðin mætast 21. ágúst en sá leikur mun eflaust hafa mikið að segja um niðurstöðu Íslandsmótsins. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar í stífri sjö leikja törn í ágúst en liðið á laugardagsmorguninn heldur liðið út til Kýpur þar sem það tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjörnukonur voru sterkari aðilinn í kvöld og virtust ekki þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum gegn Valsliði sem hefur tapað þremur af fjórum síðustu leikjum sínum. Stjarnan tefldi fram nýjum leikmanni, hinni brasilísku Poliönu Barbosa Medeiros, sem spilaði á hægri kantinum. Hún átti góðan leik en það var landa hennar, Francielle Manoel Alberto, sem var mest áberandi í sóknarleik Stjörnunnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hún skoraði fyrra markið á 22. mínútu þegar hún nýtti sér mistök Lilju Daggar Valþórsdóttur og setti boltann af öryggi framhjá Þórdísi Maríu Aikman. Þetta var fimmta mark Francielle í fjórum leikjum síðan hún kom til Stjörnunnar í síðasta mánuði. Meistararnir höfðu sem áður segir talsverða yfirburði en Stjörnukonur voru þó heppnar að lenda ekki undir á 40. mínútu þegar Katia Maanane slapp í gegn eftir sendingu Mariju Radojicic en Sandra Sigurðardóttir varði vel. Um mínútu síðar lá boltinn í marki Vals. Eftir hraða sókn gestanna lagði Rúna Sif Stefánsdóttir boltann þvert fyrir markið á Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði af stuttu færi, sitt tíunda deildarmark í sumar. Harpa fékk svo dauðafæri til að bæta við marki á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hún komst ein í gegn eftir stungusendingu Francielle en Þórdís varði vel. Staðan var 0-2 í hálfleik en Valskonur fengu annað upplagt færi eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik til að minnka muninn en Írunn Þorbjörg Aradóttir bjargaði á línu frá Hildi Antonsdóttur. Færið kom eftir góðan sprett Maanane sem hristi Önnu Björk Kristjánsdóttur af sér og sendi boltann svo fyrir á Hildi sem hefði átt að gera betur. Sú litla von sem Valur átti fauk út í buskann þegar Poliana skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna í sínum fyrsta leik fyrir félagið á 59. mínútu. Harpa vippaði boltanum þá glæsilega inn fyrir Valsvörnina á Poliönu sem lyfti boltanum yfir Þórdísi og setti hann svo í opið markið. Og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Harpa sitt annað mark eftir gullfallega sókn Stjörnunnar og sendingu Rúnu Sifjar. Þar með var leik lokið. Stjarnan lét fjögur mörk duga og fagnaði að lokum öruggum sigri sem er gott veganesti fyrir Kýpurförina.Ólafur: Úti á vellinum voru liðin áþekk Þrátt fyrir 0-4 tap fyrir Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar í kvöld var Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, ekki ósáttur með leik síns liðs. Stjarnan komst í 0-1 á 22. mínútu en á þeirri 40. fengu Valskonur dauðafæri sem ekki nýttist. Í staðinn fóru Stjörnukonur í sókn og juku muninn í 0-2. Ólafur segir þessa mínútu hafa skipt sköpum í kvöld. "Já, það má alveg segja það," sagði Ólafur sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Vals. "Mér fannst við vera að spila vel og úti á vellinum voru liðin áþekk. En það eru mikil gæði í liði Stjörnunnar og þær klára færi og hálffæri sem við gerðum ekki. "En ég lít svona meira á frammistöðuna hjá okkur, því mér fannst við spila vel og við byggjum ofan á það." Serbneski framherjinn Marijia Radojicic lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld og átti lipra spretti. Ólafur kvaðst sáttur með hennar frammistöðu. "Mér fannst hún bara ágæt. Hún er greinilega ekki í eins góðu formi og við vildum en það býr margt í henni og hún er góð í fótbolta," sagði Ólafur en umrædd Marija orðin hálf bensínlaus undir lok leiksins. Valur er í 4. sæti deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir. Ólafur lítur hýru auga til 3. sætisins en fyrstu tvo eru frátekin fyrir Stjörnuna og Breiðablik. "Við viljum halda okkur eins ofarlega og hægt er," sagði Ólafur en hann staðfesti að Valur myndi leika þá tvo heimaleiki sem liðið á eftir á Laugardalsvellinum en sem kunnugt er standa framkvæmdir yfir á Vodafone-vellinum. "Já, við gerum það. Það er rosa gaman að spila hérna en þetta er samt ekkert okkar heimavöllur," sagði Ólafur en upphaflega stóð til að Valsliðið myndi spila á æfingasvæði félagsins á Hlíðarenda.Ásgerður: Erum með frábæran markmann "Við erum þokkalega sáttar með að halda hreinu og skora fjögur mörk," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir öruggan 0-4 sigur á Val í kvöld. "Við byrjuðum ekki nógu vel en eftir að við skoruðum fyrsta markið fannst mér við taka öll völd á vellinum og þriðja markið kláraði leikinn endanlega," sagði Ásgerður en Sandra Sigurðardóttir kom Stjörnunni reyndar til bjargar í stöðunni 0-1 þegar hún varði frá Katiu Maanane í dauðafæri. Innan við mínútu seinna var staðan orðin 0-2, Stjörnunni í vil. "Við erum með frábæran markmann og hún hélt stöðunni 0-1 og við refsuðum eins og góð lið gera." Stjarnan frumsýndi tvo nýja leikmenn í kvöld, Rachel Pitman og brasilísku landsliðskonuna Poliönu Barbosa Medeiros sem gerði þriðja mark liðsins. Landa hennar, Francielle Manoel Alberto, átti einnig flottan leik og var einnig á skotskónum. "Þær hafa komið mjög vel inn í liðið," sagði Ásgerður. "Þessi brasilíska landsliðskona er sterk, hún er búin að spila tæpa 40 landsleiki fyrir Brasilíu og þá býst maður við því að hún sé góð. Og hún hefur staðið undir þeim væntingum sem við gerðum til hennar. "Francielle er líka frábær leikmaður og þótt maður taki kannski ekki alltaf eftir því sem hún gerir á vellinum kemur hún með gæði inn í liðið," sagði Ásgerður en Stjarnan heldur til Kýpur á laugardagsmorgun þar sem liðið tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. "Þetta er leiðinlegt ferðalag og við þurfum að fara í tveimur hópum en þetta er spennandi og skemmtilegt verkefni sem við hlökkum til að takast á við. Við ætlum okkur upp úr riðlinum," sagði Ásgerður að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira