Rosberg skilur ekki hraða Hamilton Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. ágúst 2015 10:30 Rosberg virðist vera búinn að týna taktinum í tímatökum. Vísir/Getty Nico Rosberg ökumaður Mercedes er gáttaður á hraða liðsfélaga síns, Lewis Hamilton í tímatökum. Rosberg náði flestum ráspólum síðasta árs. Nú er sagan önnur. Tímatökur voru sterkasta hlið Rosberg í fyrra. Hann náði 11 ráspólum í fyrra en Hamilton sjö. Taflið hefur algjörlega snúist við. „Ég hef einblínt á að bæta árangur minn í keppnum og það getur útskýrt stöðuna að litlu leyti, hún er að mestu leyti óútskýranleg frá mínu sjónarhorni,“ sagði Rosberg. „Ég skil ekki þennan mikla mun og það angrar mig, en ég er næstum kominn yfir það. Þetta dregur mig ekki niður - svona er þetta bara, svo lengi sem keppnishraðinn minn er góður get ég snúið stöðunni við,“ bætti hann við. Áætlun Rosberg um að einblína á keppnishraða er sennilega ekki alveg að skila tilætluðum árangri. Hann vantar enn eina unna keppni til að vera á sama stað og hann var á þessum tíma árs í fyrra, Hamilton er hins vegar með fimm unnar keppnir. Það er jafn mikið og hann var með á þessum tíma í fyrra. Athygli Rosberg er nú öll á belgíska kappakstrinum, sem er næstur á keppnisdagatalinu. Þar munu nýjar reglur um ræsingu taka gildi. Þær munu flækja ræsinguna að mati Rosberg. „Við höfum verið að æfa svona ræsingar. Aðferðin er sú sama, en þú þarft að bregðast meira við aðstæðum vegna þess að tengipunkturinn mun ekki vera á fullkomnum stað ef allt er ekki rétt stillt. Kúplingin er bara stillt á ákveðinn hátt og þú þarft bara að glíma við það. Það verður afar flókið,“ sagði Rosberg að lokum. Rosberg hefur einu sinni náð ráspól í ár á móti níu skiptum Hamilton. Tíu keppnir hafa farið fram. Yfirburðir Hamilton eru því miklir hingað til. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Urmull mistaka í Ungverjalandi Ungverski kappaksturinn bauð upp á urmul mistaka. Hver gerði þau stærstu, hvaða mistök skiptu engu? 28. júlí 2015 09:00 Bottas: Ferrari-orðrómur truflar Valtteri Bottas segir vangaveltur um mögulega framtíð hans hjá Ferrari trufla. Hann einbeitir sér að því að vinna sína fyrstu keppni með Williams. 31. júlí 2015 16:45 Wolff: Ekki hægt að slaka á með Ferrari svona nálægt Mercedes hefur ekki slakað á þrátt fyrir að hafa gott forskot í keppni bílasmiða og ökumanna eftir fyrri hluta tímabilsins. 29. júlí 2015 18:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg ökumaður Mercedes er gáttaður á hraða liðsfélaga síns, Lewis Hamilton í tímatökum. Rosberg náði flestum ráspólum síðasta árs. Nú er sagan önnur. Tímatökur voru sterkasta hlið Rosberg í fyrra. Hann náði 11 ráspólum í fyrra en Hamilton sjö. Taflið hefur algjörlega snúist við. „Ég hef einblínt á að bæta árangur minn í keppnum og það getur útskýrt stöðuna að litlu leyti, hún er að mestu leyti óútskýranleg frá mínu sjónarhorni,“ sagði Rosberg. „Ég skil ekki þennan mikla mun og það angrar mig, en ég er næstum kominn yfir það. Þetta dregur mig ekki niður - svona er þetta bara, svo lengi sem keppnishraðinn minn er góður get ég snúið stöðunni við,“ bætti hann við. Áætlun Rosberg um að einblína á keppnishraða er sennilega ekki alveg að skila tilætluðum árangri. Hann vantar enn eina unna keppni til að vera á sama stað og hann var á þessum tíma árs í fyrra, Hamilton er hins vegar með fimm unnar keppnir. Það er jafn mikið og hann var með á þessum tíma í fyrra. Athygli Rosberg er nú öll á belgíska kappakstrinum, sem er næstur á keppnisdagatalinu. Þar munu nýjar reglur um ræsingu taka gildi. Þær munu flækja ræsinguna að mati Rosberg. „Við höfum verið að æfa svona ræsingar. Aðferðin er sú sama, en þú þarft að bregðast meira við aðstæðum vegna þess að tengipunkturinn mun ekki vera á fullkomnum stað ef allt er ekki rétt stillt. Kúplingin er bara stillt á ákveðinn hátt og þú þarft bara að glíma við það. Það verður afar flókið,“ sagði Rosberg að lokum. Rosberg hefur einu sinni náð ráspól í ár á móti níu skiptum Hamilton. Tíu keppnir hafa farið fram. Yfirburðir Hamilton eru því miklir hingað til.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Urmull mistaka í Ungverjalandi Ungverski kappaksturinn bauð upp á urmul mistaka. Hver gerði þau stærstu, hvaða mistök skiptu engu? 28. júlí 2015 09:00 Bottas: Ferrari-orðrómur truflar Valtteri Bottas segir vangaveltur um mögulega framtíð hans hjá Ferrari trufla. Hann einbeitir sér að því að vinna sína fyrstu keppni með Williams. 31. júlí 2015 16:45 Wolff: Ekki hægt að slaka á með Ferrari svona nálægt Mercedes hefur ekki slakað á þrátt fyrir að hafa gott forskot í keppni bílasmiða og ökumanna eftir fyrri hluta tímabilsins. 29. júlí 2015 18:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bílskúrinn: Urmull mistaka í Ungverjalandi Ungverski kappaksturinn bauð upp á urmul mistaka. Hver gerði þau stærstu, hvaða mistök skiptu engu? 28. júlí 2015 09:00
Bottas: Ferrari-orðrómur truflar Valtteri Bottas segir vangaveltur um mögulega framtíð hans hjá Ferrari trufla. Hann einbeitir sér að því að vinna sína fyrstu keppni með Williams. 31. júlí 2015 16:45
Wolff: Ekki hægt að slaka á með Ferrari svona nálægt Mercedes hefur ekki slakað á þrátt fyrir að hafa gott forskot í keppni bílasmiða og ökumanna eftir fyrri hluta tímabilsins. 29. júlí 2015 18:45