McIlroy lætur reyna á meiddan ökkla Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2015 08:30 Rory á Opna bandaríska meistaramótinu fyrr í sumar. Vísir/getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy mun ákveða með þátttöku sína á PGA-meistaramótinu eftir æfingarhring á vellinum sem mótið fer fram á laugardaginn. Rory gat ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu en virðist ætla að reyna að verja titil sinn á PGA-meistaramótinu. Rory sem er í dag í efsta sæti styrkleikalistans í golfi lék frábært golf seinni hluta sumars á síðasta ári. Stóð hann uppi sem sigurvegari á tveimur stórmótum í golfinu í röð, Opna breska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. Hann gat hinsvegar ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu í ár en hann sneri sig á ökkla er hann var að leika sér í fótbolta með vinum sínum. Skaddaði hann liðbönd í ökklanum og var talið að hann myndi missa af báðum stórmótunum sem eftir voru á árinu. Hann virðist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp alla von um að leika á PGA-meistaramótinu en fari svo að hann taki ekki þátt að þessu sinni gæti kylfingurinn ungi Jordan Spieth skotist upp fyrir hann á styrkleikalistanum. Umboðsmaður Rory vildi hvorki staðfesta né neita að hann myndi leika æfingarhring á Whistling Straits vellinum. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy mun ákveða með þátttöku sína á PGA-meistaramótinu eftir æfingarhring á vellinum sem mótið fer fram á laugardaginn. Rory gat ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu en virðist ætla að reyna að verja titil sinn á PGA-meistaramótinu. Rory sem er í dag í efsta sæti styrkleikalistans í golfi lék frábært golf seinni hluta sumars á síðasta ári. Stóð hann uppi sem sigurvegari á tveimur stórmótum í golfinu í röð, Opna breska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. Hann gat hinsvegar ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu í ár en hann sneri sig á ökkla er hann var að leika sér í fótbolta með vinum sínum. Skaddaði hann liðbönd í ökklanum og var talið að hann myndi missa af báðum stórmótunum sem eftir voru á árinu. Hann virðist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp alla von um að leika á PGA-meistaramótinu en fari svo að hann taki ekki þátt að þessu sinni gæti kylfingurinn ungi Jordan Spieth skotist upp fyrir hann á styrkleikalistanum. Umboðsmaður Rory vildi hvorki staðfesta né neita að hann myndi leika æfingarhring á Whistling Straits vellinum.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira