Sex með á EM einstaklinga og hafa aldrei verið fleiri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2015 15:30 Axel Bóasson hefur náð bestum árangri á Evrópumeistaramóti einstaklinga í golfi. Mynd/Gsimyndir.net Sex íslenskir áhugakylfingar hefja leik á morgun, miðvikudag, á Evrópumeistaramóti einstaklinga í golfi sem fram fer í Slóvakíu en þetta er metfjöldi íslenskra kylfinga á slíku móti. Leikið verður á Penati golfvallasvæðinu þar sem tveir 18 holu vellir eru en Jack Nicklaus hannaði báða vellina. Aðeins stigahæstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna fá keppnisrétt á þessu móti og er þetta metfjöldi hjá Íslendingum sem er ánægjuefni. Þeir sem taka þátt fyrir Íslands hönd er: Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Bjarki Pétursson (GB) og Gísli Sveinbergsson (GK). Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands er með í för og verður keppendum til halds og trausts. Haraldur Franklín og Ragnar Már Garðarsson úr GKG tóku þátt í fyrra á þessu móti þegar það fór fram í Skotlandi. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að keppt er í höggleik og að loknum öðrum keppnisdegi komast 60 efstu áfram á lokakeppnisdagana tvo. Alls eru 144 keppendur sem komast inn á þetta sterka mót. Margir þekktir kylfingar hafa sigrað í þessu móti. Ashley Chesters frá Englandi varði titilinn í fyrra en á meðal þeirra sem hafa sigrað má nefna; Victor Dubuisson (Frakkland) 2009, Rory McIlroy (Norður-Írland) 2006 og Sergio Garcia (Spánn) 1995. Axel Bóasson úr Keili á bestan árangur allra Íslendinga á þessu móti en hann endaði í 8.-12. sæti árið 2012. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, endaði í 9. sæti árið 1993. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sex íslenskir áhugakylfingar hefja leik á morgun, miðvikudag, á Evrópumeistaramóti einstaklinga í golfi sem fram fer í Slóvakíu en þetta er metfjöldi íslenskra kylfinga á slíku móti. Leikið verður á Penati golfvallasvæðinu þar sem tveir 18 holu vellir eru en Jack Nicklaus hannaði báða vellina. Aðeins stigahæstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna fá keppnisrétt á þessu móti og er þetta metfjöldi hjá Íslendingum sem er ánægjuefni. Þeir sem taka þátt fyrir Íslands hönd er: Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Bjarki Pétursson (GB) og Gísli Sveinbergsson (GK). Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands er með í för og verður keppendum til halds og trausts. Haraldur Franklín og Ragnar Már Garðarsson úr GKG tóku þátt í fyrra á þessu móti þegar það fór fram í Skotlandi. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að keppt er í höggleik og að loknum öðrum keppnisdegi komast 60 efstu áfram á lokakeppnisdagana tvo. Alls eru 144 keppendur sem komast inn á þetta sterka mót. Margir þekktir kylfingar hafa sigrað í þessu móti. Ashley Chesters frá Englandi varði titilinn í fyrra en á meðal þeirra sem hafa sigrað má nefna; Victor Dubuisson (Frakkland) 2009, Rory McIlroy (Norður-Írland) 2006 og Sergio Garcia (Spánn) 1995. Axel Bóasson úr Keili á bestan árangur allra Íslendinga á þessu móti en hann endaði í 8.-12. sæti árið 2012. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, endaði í 9. sæti árið 1993.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira