Lífið

Sjáðu augnablikið sem enginn gleymir: 15 þúsund hjörtu slógu í takt á Þjóðhátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sverrir Bergmann og félagar fóru á kostum.
Sverrir Bergmann og félagar fóru á kostum. vísir
Stemningin var hreint út sagt mögnuð á sunnudagskvöldið í Vestmannaeyjum þegar Ingólfur Þórarinsson steig á svið og stýrði Brekkusöngnum.

Eftir það var síðan komið að hápunkti Þjóðhátíðar þegar blysin voru tendruð og Sverrir Bergmann og Fjallabræður tóku lagið Þar sem hjartað slær.

Um 15 þúsund manns í Dalnum tóku undir og er þetta augnablikið sem gestir Þjóðhátíðar gleyma aldrei.

Brekkusöngurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 en hér að neðan má sjá þegar Sverrir Bergmann tekur tvö síðustu lögin, Þar sem hjartað slær og síðan Fix You með Coldplay. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.