Sport

Ronda: Mamma getur ekki verið of fúl

Bardagakonan Ronda Rousey varði meistaratitil sinn í bantamvigt kvenna þegar hún bar sigurorð af Bethe Correia á UFC 190 bardagakvöldi í Brasilíu aðfaranótt sunnudags.

Ronda var aðeins 34 sekúndur að afgreiða hina brasilísku Correia sem var á heimavelli en þessi öfluga íþróttakona hefur unnið síðustu fjóra bardaga sína á innan við 1:06 mínútum.

Bardagann má sjá í heild sinni hér að ofan.

Þrátt fyrir þennan örugga sigur var Ronda ekki fullkomlega sátt við eigin frammistöðu.

„Þetta er alltaf léttir. Ég er búin að horfa á bardagann og veit að ég gerði nokkur mistök,“ sagði Ronda í viðtali eftir bardagann.

„En ég vann svo mamma getur ekki verið of fúl út í mig,“ sagði Ronda en mamma hennar, AnnMaria De Mars, var því næst spurð út í frammistöðu dótturinnar.

„Hún stóð sig mjög vel en þetta var ekki fullkomið því hún hefði getað verið sneggri að afgreiða hana.

„En hún kláraði bardagann á undir mínútu og ég og systir þín vorum búnar að lofa að dansa hamstradansinn ef það myndi gerast,“ sagði mamman sem var sjálf öflug júdókona og vann m.a. til gullverðlauna í -56 kg flokki á heimsmeistaramótinu 1984.

Í viðtalinu segir Ronda einnig frá því þegar bróðir Correia henti brasilíska fánanum í hana og lýsir yfir þakklæti með þann stuðning sem hún fékk frá áhorfendum í Ríó.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ronda Rousey ætlar að leika sér að matnum í kvöld

UFC 190 fer fram í kvöld þar sem Ronda Rousey mætir Bethe Correia í Brasilíu. Aldrei hefur meistari verið jafn sigurstranglegur fyrir titilbardaga í UFC líkt og nú en veðbankarnir meta sigurlíkur Correia litlar sem engar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×