Troy Merritt setti vallarmet og sigraði á Quicken Loans National 3. ágúst 2015 10:28 Troy Merritt fagnar sigrinum í gær. Getty Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Robert Trent Jones vellinum á samtals 18 höggum undir pari. Sigurinn kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir Merritt sem hafði misst af niðurskurðinum í fimm mótum á PGA-mótaröðinni í röð og virtist ekki vera í miklu formi fyrir helgina. Hann lék þó frábært golf, sérstaklega á þriðja hring þar sem hann lék á 61 höggi eða tíu undir pari og bætti vallarmetið.Rickie Fowler tryggði sér annað sætið á 15 höggum undir pari en Svíinn David Lingmerth endaði einn í þriðja sæti á 14 undir.Tiger Woods var í toppbaráttunni fyrstu tvo hringina en fataðist flugið heldur betur á þeim þriðja. Hann lék þó fjórða hring í gær vel eða á 68 höggum og endaði í 19. sæti sem verður að teljast gott miðað við gengi þessa fræga kylfings á árinu sem hefur verið mjög magurt. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Bridgestone Invitational sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi en það hefst á Firestone vellinum á fimmtudaginn næsta. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Robert Trent Jones vellinum á samtals 18 höggum undir pari. Sigurinn kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir Merritt sem hafði misst af niðurskurðinum í fimm mótum á PGA-mótaröðinni í röð og virtist ekki vera í miklu formi fyrir helgina. Hann lék þó frábært golf, sérstaklega á þriðja hring þar sem hann lék á 61 höggi eða tíu undir pari og bætti vallarmetið.Rickie Fowler tryggði sér annað sætið á 15 höggum undir pari en Svíinn David Lingmerth endaði einn í þriðja sæti á 14 undir.Tiger Woods var í toppbaráttunni fyrstu tvo hringina en fataðist flugið heldur betur á þeim þriðja. Hann lék þó fjórða hring í gær vel eða á 68 höggum og endaði í 19. sæti sem verður að teljast gott miðað við gengi þessa fræga kylfings á árinu sem hefur verið mjög magurt. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Bridgestone Invitational sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi en það hefst á Firestone vellinum á fimmtudaginn næsta.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira