Ekkert er ákveðið fyrirfram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 09:54 Þessi hópur fór til New York í júní og sló þar í gegn á Cel Close-spunamaraþoni. „Við erum með áttræða ömmu og tvítugan förðunarfræðing saman á sviðinu að grínast. Við erum með lögfræðing, lækni, sundlaugarvörð og fjármálafræðing; fólk alls staðar að sem stendur atvinnuleikurum ekkert að baki í spuna,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikari um hópinn sem fram kemur í Þjóðleikhúskjallaranum á átta tíma spunamarþoni á Menningarnótt. Dóra hefur einbeitt sér að spunaforminu síðustu ár, bæði að læra það og kenna. „Ég flutti út til Bandaríkjanna af því maðurinn minn fór í mastersnám þar, fyrst var ég heimavinnandi en eftir að við gátum fengið pössun fyrir litla strákinn okkar fór ég að stúdera spuna. Ég vissi ekki að þessi aðferð væri til en hún er mjög rótgróin í Bandaríkjunum og margir af helstu grínleikurum og handritshöfundum þar eru með improv-þjálfun að baki.“Er sem sagt hægt að læra að vera hugmyndalega frjór og fljótur að hugsa? „Já, þegar maður hefur kennt fólki frá grunni sér maður hvílíkur munur er á þeim sem fyrir ári stóðu uppi á sviði og vissu ekkert hvað þeir áttu að segja – og nú þegar þeir eru sprúðlandi að gera einhverja snilld. Það gerist þegar fólk yfirstígur óttann við hið óvænta. En auðvitað eru ótal lítil tækniatriði og þjálfunaratriði sem skipta máli, þetta er eins og hver önnur íþrótt, maður fer ekkert í arabaflikk fyrr en maður hefur gert helling af magaæfingum og teygjum.“„Við vitum aldrei hvað mætir okkur, hvað mótleikarinn gerir og segir en þegar maður er sjálfur í ruglinu kemur alltaf einhver og bjargar málum,“ segir Dóra.Vísir/GVASpuni er ákveðin grínvísindi í grunninn, en ekkert er skrifað fyrirfram heldur allt samið á staðnum. „Við vitum aldrei hvað mætir okkur, hvað mótleikarinn gerir og segir en þegar maður er sjálfur í ruglinu kemur alltaf einhver og bjargar málum. Eina verkfæri spunameistarans er að láta alla aðra líta út fyrir að vera snillingar, þannig verða allir snillingar en enginn stjarna. Svo það er falleg heimspeki á bak við þetta.“ Dóra segir ýmis form verða prófuð í maraþoninu. „Ólafur Stefánsson handboltamaður og Hugleikur Dagsson koma fram á einhverjum tímapunkti og fara með mónólóga út frá orði úr sal og svo byggjum við spunann á því sem þeir segja. Halldóra Geirharðs, Árni Pétur og fleiri frábærir leikarar fara með texta úr handriti sem þeir mega ekki breyta en spunaleikari verður að bregðast við. Í sumum sýningunum eru bara tveir sem leika mörg hlutverk hvor og önnur hver sýning verður í söngleikjaformi því Kalli Olgeirs spilar af fingrum fram og spunaliðið verður með kórsöng og dansatriði, án allra æfinga.“Spuni er semsagt bara eins og sjónhverfingar? „Já, þegar vel tekst til.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við erum með áttræða ömmu og tvítugan förðunarfræðing saman á sviðinu að grínast. Við erum með lögfræðing, lækni, sundlaugarvörð og fjármálafræðing; fólk alls staðar að sem stendur atvinnuleikurum ekkert að baki í spuna,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikari um hópinn sem fram kemur í Þjóðleikhúskjallaranum á átta tíma spunamarþoni á Menningarnótt. Dóra hefur einbeitt sér að spunaforminu síðustu ár, bæði að læra það og kenna. „Ég flutti út til Bandaríkjanna af því maðurinn minn fór í mastersnám þar, fyrst var ég heimavinnandi en eftir að við gátum fengið pössun fyrir litla strákinn okkar fór ég að stúdera spuna. Ég vissi ekki að þessi aðferð væri til en hún er mjög rótgróin í Bandaríkjunum og margir af helstu grínleikurum og handritshöfundum þar eru með improv-þjálfun að baki.“Er sem sagt hægt að læra að vera hugmyndalega frjór og fljótur að hugsa? „Já, þegar maður hefur kennt fólki frá grunni sér maður hvílíkur munur er á þeim sem fyrir ári stóðu uppi á sviði og vissu ekkert hvað þeir áttu að segja – og nú þegar þeir eru sprúðlandi að gera einhverja snilld. Það gerist þegar fólk yfirstígur óttann við hið óvænta. En auðvitað eru ótal lítil tækniatriði og þjálfunaratriði sem skipta máli, þetta er eins og hver önnur íþrótt, maður fer ekkert í arabaflikk fyrr en maður hefur gert helling af magaæfingum og teygjum.“„Við vitum aldrei hvað mætir okkur, hvað mótleikarinn gerir og segir en þegar maður er sjálfur í ruglinu kemur alltaf einhver og bjargar málum,“ segir Dóra.Vísir/GVASpuni er ákveðin grínvísindi í grunninn, en ekkert er skrifað fyrirfram heldur allt samið á staðnum. „Við vitum aldrei hvað mætir okkur, hvað mótleikarinn gerir og segir en þegar maður er sjálfur í ruglinu kemur alltaf einhver og bjargar málum. Eina verkfæri spunameistarans er að láta alla aðra líta út fyrir að vera snillingar, þannig verða allir snillingar en enginn stjarna. Svo það er falleg heimspeki á bak við þetta.“ Dóra segir ýmis form verða prófuð í maraþoninu. „Ólafur Stefánsson handboltamaður og Hugleikur Dagsson koma fram á einhverjum tímapunkti og fara með mónólóga út frá orði úr sal og svo byggjum við spunann á því sem þeir segja. Halldóra Geirharðs, Árni Pétur og fleiri frábærir leikarar fara með texta úr handriti sem þeir mega ekki breyta en spunaleikari verður að bregðast við. Í sumum sýningunum eru bara tveir sem leika mörg hlutverk hvor og önnur hver sýning verður í söngleikjaformi því Kalli Olgeirs spilar af fingrum fram og spunaliðið verður með kórsöng og dansatriði, án allra æfinga.“Spuni er semsagt bara eins og sjónhverfingar? „Já, þegar vel tekst til.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira