Bjóða upp á bíó í sérvöldum helli Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. ágúst 2015 09:14 Hægt verður að horfa á þrjár stuttmyndir í hellinum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem fólk geri bara einu sinni á ævinni,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF, um bíósýningu í helli sem haldin verður þann 3. september næstkomandi. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem haldin verður í tólfta sinn nú í ár. Samstarfsaðilar RIFF eru Cintamani og Arctic Adventures.l Sýningin fer fram í sérvöldum helli í nágrenni borgarinnar sem hentar vel til bíósýningar og lofa skipuleggjendur einstakri upplifun. „Með í för verða leiðsögumenn auk þess sem boðið verður upp á kynningu á íslenskri kvikmyndagerð.“Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.Í hellinum verða þrjár íslenskar stuttmyndir sýndar. Myndirnar eru Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes árið 2013 og þá Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson en myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á bíósýningu í helli í tengslum við RIFF. Hellasýningin hefur nú verið færð framar á dagatalinu, verður í byrjun september en kvikmyndahátíðin sjálf verður 24. september til 4. október. RIFF býður ár hvert upp á óhefðbundna, skemmtilega og glæsilega kvikmyndaviðburði á borð við kvikmyndatónleika, sundbíó, heimabíó og pallborðsumræður. Hægt verður að nálgast miða á hellasýninguna á vefsíðu RIFF, www.riff.is, og hefst miðasalan í dag. Óskarinn RIFF Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég held að þetta sé eitthvað sem fólk geri bara einu sinni á ævinni,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF, um bíósýningu í helli sem haldin verður þann 3. september næstkomandi. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem haldin verður í tólfta sinn nú í ár. Samstarfsaðilar RIFF eru Cintamani og Arctic Adventures.l Sýningin fer fram í sérvöldum helli í nágrenni borgarinnar sem hentar vel til bíósýningar og lofa skipuleggjendur einstakri upplifun. „Með í för verða leiðsögumenn auk þess sem boðið verður upp á kynningu á íslenskri kvikmyndagerð.“Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.Í hellinum verða þrjár íslenskar stuttmyndir sýndar. Myndirnar eru Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes árið 2013 og þá Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson en myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á bíósýningu í helli í tengslum við RIFF. Hellasýningin hefur nú verið færð framar á dagatalinu, verður í byrjun september en kvikmyndahátíðin sjálf verður 24. september til 4. október. RIFF býður ár hvert upp á óhefðbundna, skemmtilega og glæsilega kvikmyndaviðburði á borð við kvikmyndatónleika, sundbíó, heimabíó og pallborðsumræður. Hægt verður að nálgast miða á hellasýninguna á vefsíðu RIFF, www.riff.is, og hefst miðasalan í dag.
Óskarinn RIFF Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira